22.04.2015 23:12

Hrútadagsundirbúningur hafinn

Hrútadagsnefnd er farin að undirbúa næsta hrútadag sem halda á með pompi og prakt laugardaginn 3. október 2015. Dagsskráin er nú þegar farin að taka á sig mynd og verður hún troðfull af skemmtilegum uppákomum.
Á hrútadaginn koma bændur í Norður-Þingeyjarsýslu saman til að sýna og selja afurðir sínar. Faxahöllin á Raufarhöfn  er ákjósanlegur staður, miðsvæðis á sölusvæðinu og góð aðstaða fyrir bæði menn og fé. Þessi dagur er einnig til þess gerður að menn komi saman, bændur af svæðinu og þeir sem eru lengra að komnir í kauphugleiðingum, ásamt öðru áhugafólki um ræktun á sauðfé.
Auk hrútasýningar verða sölubásar og skemmtidagskrá. Enginn annar en Gísli Einarsson fréttamaður verður skemmtanastjóri  og stýrir auk þess kvöldskemmtun í félagsheimilinu Hnitbjörgum eftir að dagskrá lýkur í Faxahöll.

Hrútadagsnefnd frá síðasta ári hefur breyst lítillega og nýtt blóð hefur bæst í hópinn.
Nefndina skipa:
Frida Elisabeth Jörgensen – Sveinungsvík, frida@raufarhofn.is – 864-0363/465-1335
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir – Raufarhöfn, ingibjorg@raufarhofn.is – 855-1160
Nanna Steina Höskuldsdóttir – Höfða, nannast@internet.is – 868-8647/462-1288
Árni Gunnarsson – Sveinungsvík, arni@buvis.is – 848-3245/465-1335
Eyrún Ösp Skúladóttir - Hafrafellstungu 2, eyrun82@visir.is  868-5075/465-2210
Ragnar Skúlason – Ytra-Álandi, raggiskula@hotmail.com -

Nefndin tekur fagnandi á móti hugmyndum og velgjörðarmönnum. Hægt er að hafa samband í síma eða á netfang viðkomandi nefndarmanna (sjá að ofan).

16.04.2015 18:49

Aðalfundur Feykis verður haldin í Lundi 18. apríl kl. 11:00

 

Aðalfundur Feykis verður haldin í Lundi 18. apríl kl. 11:00

 

Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf.

1. Starfsemi síðasta árs

2. Nýjir félagar/úrsagnir

3. Ársreikningur kynntur

4. Kosningar

5. Önnur mál

 

Léttar veitingar og kaffi á könnunni.

 

Allir velkomnir, Stjórnin

 

 

16.04.2015 07:32

Aðalfundur Heimöx 21.apríl í Lundi

 


 

Aðalfundur Heimöx  verður haldinn í Lundi þriðjudaginn    21 apríl  kl.18.00.                           

Dagskrá almenfundarstörf .                                                   

Allir velkomnir.

Stjórnin

16.04.2015 07:28

Aðalfundur Krabbameinsfélags Norðausturlands 29. apríl

 

Krabbameinsfélag Norðausturlands

 

 

Aðalfundarboð

 

Aðalfundur Krabbameinsfélags Norðausturlands verður haldin miðvikudaginn

 29. apríl 2015, klukkan 18:00  í Safnaðarheimilinu á Þórshöfn.

 

Jóhanna S. Kristjánsdóttir frá Ráðgjöf í reykbindindi verður með erindi um tóbak.

Venjuleg aðalfundarstörf

Önnur mál

 

Hvetjum fólk til að mæta.

Stjórn

12.04.2015 21:50

Sumarkaffi í Pakkhúsinu á Kópaskeri 23.apríl

 

Sumarkaffi

 

Unglingadeild Öxarfjarðarskóla ætla að bjóða sumarið velkomið með sumarkaffi í Pakkhúsinu á Kópaskeri þann 23. apríl milli kl. 13 og 17.

Unglingarnir ætla að vera með vöfflukaffi, kökubasar tombólu og sölu á klósettpappir, lakkrís o.fl.

Einnig verður Rauði Krossinn með fatasölu á staðnum.

Vinsamlegast komið með pening, unglingadeildin er ekki með posa.

 

Sumarkveðja

Unglingadeild Öxarfjarðarskóla og Þingeyjarsveitardeild Rauða kross Íslands

 

  

 
    
 

09.04.2015 23:12

Leiksýning Öxarfjarðarskóla 15.apríl í Skúlagarði

 

Pantanir annaðhvort með tölvupósti eða símleiðis fyrir 14.apríl:

 

 Lotta: S. 849-4411

 carlottaenglund@outlook.com

 

09.04.2015 00:12

Sólstöðuhátíðin á Kópaskeri 19.-21.júní 2015

 

Ákveðið hefur verið að halda Sólstöðuhátíina á Kópaskeri 2015 helgina 19.-21.júní 2015

 

Ef einhverjir hafa áhuga á að taka þátt, í skipulagningu eða vera með einhverskonar viðburð tengdan hátíðinni, tónleika, sýningu eða eitthvað í þá áttina sem gæti passað í dagskránna má viðkomandi hafa samband við Frafarafélag Öxarfjarðar eða með kommentum hér á síðunni.

 

Stofnuð hefur verið "like" síða á facebook um hátíðina sem er ætluð til að miðla upplýsingum um dagskrárliði og þessháttar þegar það liggur fyrir.

 

https://www.facebook.com/solstoduhatid2015

 

 

 

07.04.2015 09:55

Rabbfundur Framfarafélags Öxarfjarðar 8.4. 2015

Framfarafélag Öxarfjarðar  verður með rabbfund
í Skólahúsinu á Kópaskeri, miðvikudaginn 8. 4. 2015, kl. 20°°

Sólstöðuhátíð  19-21. júní 2015.

Við hvetjum fólk til að mæta og ræða um fyrirkomulag sólstöðuhátíðar, en hún er á ábyrgð íbúa og því verður að koma fram áhugi á að viðhalda þessari hefð.
Önnur mál sem fólk vill ræða um.

Stjórnin

Heimasíða Landsbyggðin lifi:

http://www.landlif.is/

 

 

 

 

 

 

                                                                   

 

 

 

02.04.2015 10:28

Kirknaganga í Núpasveit

Ferðafélagið Norðurslóð efnir til gönguferðar 3. apríl, á föstudaginn langa. Að þessu sinni verður gengið frá Presthólum þar sem kirkja stóð til 1928, að Snartarstaðakirkju við Kópasker. Við báðar kirkjur verður miðlað fróðleik um sögu þeirra. Mæting að Presthólum kl. 13:00.
Gengið verður um Presthólahraunið að listaverkinu Dansinum, yfir Klapparósinn og síðan farið vestur fyrir Hamarinn. Að sjálfsögðu er einnig hægt að velja um að ganga eftir veginum, hálfa eða alla leið. Vegalengdin er 5,5 til 7 km.  Í göngulok verður boðið upp á hressingu í Byggðasafninu og fólk síðan ferjað til baka.

31.03.2015 18:11

Rabbfundur á Kópaskeri 8.apríl 2015

Framfarafélag Öxarfjarðar  verður með rabbfund
í Skólahúsinu á Kópaskeri, miðvikudaginn 8. 4. 2015, kl. 20°°.

Sólstöðuhátíð  19-21. júní 2015.

Við hvetjum fólk til að mæta og ræða um fyrirkomulag sólstöðuhátíðar, en hún er á ábyrgð íbúa og því verður að koma fram áhugi á að viðhalda þessari hefð.
Önnur mál sem fólk vill ræða um.

Stjórnin

Heimasíða Landsbyggðin lifi:

http://www.landlif.is/

 

 

 

 

 

 

                                                                   

 

 

 

 

29.03.2015 14:47

Kópaskershöfn full af sandi

ruv.is er með þessa frétt á sinni síðu
 
 
Höfnin á Kópaskeri er að verða illfær vegna sandburðar. Grásleppusjómenn geta aðeins notað hálfan hafnargarðinn. Þeir hafa afhent hafnaryfirvöldum undirskriftalista og krefjast úrbóta.
 

Landfræðilegar aðstæður á Kópaskeri og hafstraumar þar við ströndina, gera það að verkum að mikill sandur berst jafnan inn í höfnina og skolast ekki burt aftur, eins og víða gerist.

Guðmundur Magnússon, hafnarvörður á Kópaskeri, segir að þetta hafi verið vandamál í nokkur ár. Fyrir tveimur árum hafi sandi verið dælt úr höfninni en þá hafi varla séð högg á vatni. Guðmundur segir að nú séu 10-12 bátar komnir til Kópaskers á grásleppuvertíð og þeim fari fjölgandi. „Ef ég verð ekki að vísa þeim frá vegna plássleysis. Það er svona helmingurinn af bryggjunni sem er nothæfur. Það eru þarna ein 3-4 góð stæði sem eru nánast í sandi,“ segir Guðmundur. 

Sjómenn á þessum bátum hafa nú afhent Guðmundi undirskriftalista og krefjast aðgerða. „Það hlýtur að vera samstarf sveitarfélags og Vegagerðar. Við viljum fá hingað dæluskip eða pramma, við þurfum að lagfæra þetta ef við ætlum að halda höfninni hérna opinni.“

29.03.2015 14:38

Bátur sökk í Kópaskershöfn

Sá leiðinlegi atburður átti sér stað aðfaranótt laugardagsins 28.mars 2015, að trilla í höfninni sökk við flotbryggjuna á Kópaskeri.  Ekki er vitað hvað kom upp á, en dælt var úr trillunni og hún hífð á land til skoðunar um morguninn.  Það voru sjómenn sem voru að fara að draga þorskanet á öðrum báti sem sáu þetta fyrirstir kl 06:00. 

 

Það er fyrirtækið Tryggvi Aðal ehf sem á trilluna sem sökk, og ber hún nafnið Rósa í Brún.

 

 

 

 
  • 1

Vefmyndavél Magnavíkur

Vefmyndavél á Tjörnesi

Vefmyndavél Hófaskarð

Tenglar

Flettingar í dag: 499
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 414
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 1492149
Samtals gestir: 236803
Tölur uppfærðar: 28.4.2015 14:11:57