29.10.2014 23:34

Vantar fréttaefni

 

Ágætu lesendur

 

Eins og þið hafið tekið eftir er frekar rólegt yfir síðunni þessar vikurnar.  Það á sér margar skýringar sem ekki verða tíundaðar hér.

 

Ég óska eftir því að þið verðið dugleri að senda mér fréttir/auglýsingar og eða myndir frá viðburðum sem farið hafa fram.

 

Þannig dafnar síðan best, því það geta ekki allir verið allstaðar.

 

 

Ómar

11.10.2014 14:26

Friðrik í Sunnufelli 96 ára

 

5.október sl. varð Friðrik Jónsson 96 ára.

 

Friðrik ólst upp í Sandfellshaga í Öxarfirði en bjó lengst af á Kópaskeri í húsi sem hann og kona hans Anna Ólafsdóttir byggðu. ( Sunnufell)

Friðrik er nú búsettur á Akureyri

 

Í sumar kom Friðrik í heimsókn á heimaslóðir og dvaldi hér ásamt Kristínu dóttur sinni í 4 nætur.  Fóru þau víða um og voru hin hressusutu, sögðu sögur og höfðu gaman.  Friðrik var mjög brattur og ekki hægt að sjá á honum að hann nálgaðist 100 árin.

 

Í tilefni dagsins skrapp Friðrik til Berlínar ásamt Árna Viðari syni sínum, en flugvélinni flaug alnafni og barnabarn, Friðrik Ólafsson.  Afmælis"barnið" fékk að sitja frammí hjá barnabarni sínu og fékk afmælisköku í tilefni dagsins um borð.

 


 


 


 

 

 

 

 

 

  • 1