15.09.2014 12:36

Aðvarnir vegna mengunnar á svæðinu

Almannavarnir Ríkislögreglustjóra sendu frá sér þessi tilmæli núna rétt fyrir hádegi:

 

Styrkur SO2 fer nú hratt upp á við á Kópaskeri og nágrenni. Öllum er ráðlagt að halda sig innandyra, loka gluggum og hækka í ofnum. Engir mælar eru á svæðinu en íbúar hafa orðið varir við mengunina. Almannanvarnadeild ríkislögreglustjóra vill minna á töflu um möguleg heilsuáhrif og rétt viðbrögð eftir styrkleika:http://ust.is/einstaklingar/loftgaedi/so2#Tab1

 

09.09.2014 11:50

Fjalla-Steini leitar að myndum

 

Göngugarpurinn Þorsteinn Jakobsson, gjarnan nefndur Fjalla-Steini er að vinna að bók til styrktar krabbameinssjúkra barna en í henni verður fjallað um rúmlega 100 bæjarfjöll með lýsingu á gönguleiðum á þau. Honum vantar myndir af Snartarstaðanúp og Kollufjalli og einnig ef einhver lumar á góðum göngulýsingum eru þær vel þegnar. Þeir sem telja sig geta aðstoðað meiga endilega hafta samband við hann í síma 892-5110 eða með tölvupósti á netfangið fjallasteini@fjallasteini.is

Hægt er að skoða verkefnið nánar á síðunni fjallasteini.is

04.09.2014 23:47

Hrauntangi og Kvíar

 

Næsta ferð á vegum Ferðafélagsins Norðurslóðar er jeppa- og gönguferð á Öxarfjarðarheiði á laugardaginn, 6. september.

Bærinn Hrauntangi stóð á miðri Öxarfjarðarheiði. Spottakorn vestur af Hrauntanga eru svonefndar Kvíar. En þar eru einkennilega fagrar hraundrangamyndanir suður af Rauðhólum, gömlum eldstöðvum á heiðinni.

Lagt upp frá sæluhúsinu á heiðinni kl. 13:00.

Veðurspáin er góð og upplagt að taka með sér nesti og eiga góðan dag í heiðinni.

 

 

31.08.2014 13:23

Aflaupplýsingar vegna strandveiða á svæði C 2014

Strandveiðum lauk þann 19. ágúst síðastliðin á svæði C og var afli Lundeyjar, sem Árni Björn Krist-björnsson stýrir, tæp 38 tonn.

Alls voru 40 bátar sem lönduðu í Norðurþingi þetta árið. Í heildina lönduð bátarnir 585 tonnum og má áætla að aflaverðmæti sé vel á annað hundrað miljónir króna.

Það má því segja strandveiðarnar hafi haft gríðarlega jákvæð áhrif með því að efla atvinnu og byggðir á svæðinu, ásamt því að stuðla að jákvæðri samfélagsþróun, eins og lagt var upp með þegar kerfinu var komið á.

 

Aflahæsti báturinn á Kópaskeri var Stella EA sem Stefán Þóroddsson var skipstjóri á í sumar.

 

640.is greindi frá

 

 

Sæti

Bátur

Afli

1.

Lundey ÞH 350 (6961)

37.822

2.

Ásdís ÞH 136 (2587)

31.177

3.

Stella EA 28 (1803)

27.878

4.

Baldvin ÞH 20 (7545)

27.396

5.

Rakel SH 700 (7082)

26.707

6.

Sóley ÞH 28 (7382)

26.054

7.

Fróði ÞH 81 (2438)

23.081

8.

Gimli ÞH 5 (6643)

22.954

9.

Þorbjörg ÞH 25 (2588)

22.814

10.

Elín ÞH 7 (7683)

22.479

11.

Eiki Matta ÞH 301 (7111)

21.710

12.

Jón Jak ÞH 8 (6836)

21.501

13.

Sævaldur ÞH 216 (6790)

19.638

14.

Fönix ÞH 24 (7000)

19.604

15.

Helga Sæm ÞH 78 (6945)

19.005

16.

Aron ÞH 105 (7361)

18.129

17.

Margrét SU 4 (1153)

15.379

18.

Gunnþór ÞH 75 (7007)

13.025

19.

Skýjaborgin ÞH 118 (7455)

12.876

20.

Bliki ÞH 53 (6680)

12.706

21.

Bára ÞH 10 (6796)

11.219

22.

Straumur EA 18 (2331)

10.638

23.

Von ÞH 54 (1432)

10.397

24.

Björn Jónsson ÞH 345 (7456)

10.048

25.

Ölver ÓF 2 (6550)

9.942

26.

Eyrún ÞH 2 (7449)

9.860

27.

Signý ÞH 123 (2508)

9.297

28.

Laugi ÞH 29 (6806)

8.718

29.

Rosi ÞH 39 (7125)

8.381

30.

Þingey ÞH 51 (1650)

8.185

31.

Stjáni Ben ÞH 12 (6287)

8.126

32.

Sædís ÞH 305 (6195)

7.997

33.

Einar EA 209 (6603)

7.200

34.

Fríða ÞH 175 (6408)

6.804

35.

Víkingur ÞH 40 (6280)

4.622

36.

Kötluvík ÞH 31 (6047)

3.412

37.

Rósa í Brún ÞH 50 (6347)

3.179

38.

Max ÞH 121 (5995)

2.324

39.

Sigurpáll ÞH 68 (6712)

1.961

40.

Beggi ÞH 343 (1350)

1.046

   

585.291

     
 

Þorskur (79.1%)

463.204

 

Ufsi (14.6%)

85.533

 

Karfi (4.5%)

26.374

 

Ýsa (1.4%)

8.363

 

Annað (0.3%)

1.817

 

30.08.2014 18:40

Hlutverk samráðshóps áfallahjálpar í lögregluumdæmi Norðausturlands í almannavarnaástandi

Hlutverk samráðshóps áfallahjálpar í lögregluumdæmi Norðausturlands í almannavarnaástandi

 

Unnið hefur verið að skipulagi áfallahjálpar á Íslandi síðastliðin 14 ár og við almannavarnaástand er það hlutverk aðgerðarstjórnar í lögregluumdæminu að virkja samráðshóp áfallahjálpar. Faglega heyrir áfallahjálp undir Landlæknisembættið en ábyrgð á skipulagi í almannavarnaástandi er hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 

 

Viðbragðsáætlun Almannavarna, http://almannavarnir.is/displayer.asp?cat_id=386 gerir ráð fyrir að það sé starfandi samráðshópur áfallahjálpar í öllum lögregluumdæmum landsins. Reynslan hefur sýnt að slíkir hópar eru mikilvægur samráðsvettvangur áfallahjálpar í almannavarnaástandi. Hópinn skipa fulltrúar frá heilbrigðisþjónustu, þjóðkirkju, félagsþjónustu sveitarfélaga og rauða kross deildum. Fulltrúar þjóðkirkjunnar eru jafnframt fulltrúar annarra trúfélaga.

 

Tilgangurinn með skipun samráðshópa var að tryggja samvinnu þeirra sem sinna andlegum og félagslegum stuðningi í kjölfar alvarlegra áfalla og stuðla að eftirfylgd og aðgengi að faglegri þjónustu í allt að tvö ár eftir atburð. Samráðshópur áfallahjálpar í Samhæfingarstöð almannavarna stendur við bakið á samráðshópum í lögregluumdæmunum með því að veita ráðgjöf og samhæfa vinnu hópanna sjá: http://redcross.lausn.is/Apps/WebObjects/RedCross32.woa/swdocument/1041333/skipulag_afallahjalp_okt_2010.pdf?wosid=false.

 

Fulltrúar samráðshópanna vinna eftir handbók um sálræna skyndihjálp, Viðurkennt verklag á vettvangi sem gefin var út á rafrænu formi sjá: http://www.redcross.is/page/rki_frettir&detail=1013771

Á hættu- og neyðartímum er hlutverk Rauða kross Íslands stórt en „RKÍ sinnir fjöldahjálp og félagslegu hjálparstarfi samkvæmt samningi við Almannavarnir ríkisins. Rauði krossinn opnar fjöldahjálparstöðvar á hættu- og neyðartímum þar sem fólki er veitt fyrsta aðstoð svo sem upplýsingar ...sjá nánar http://www.raudikrossinn.is/page/rki_hvad_salraenn  

 

Rannsóknir benda til þess að náttúruhamfarir og önnur alvarleg áföll geta haft varanlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu. Markviss áfallahjálp dregur úr uppnámi sem gjarnan skapast eftir alvarleg áföll og hefur þannig fyrst og fremst forvarnarlegt gildi. Fræðsla til þolenda alvarlegra áfalla skipar stóran sess í áfallahjálp. Allra mikilvægasti þátturinn í áfallahjálp er stuðningur ættingja og vina þolenda. Sá stuðningur vegur hvað þyngst í því að fólk nái fyrra jafnvægi eftir alvarleg áföll. 

 

Samráðshópur um áfallahjálp í héraði

 

22.08.2014 11:02

Byggðasafn N-Þingeyinga


ATH

Fyrirlestri Ingu Arnar, sem vera átti á Byggðasafninu á Snartarstöðum í kvöld, er því miður frestað um óákveðinn tíma vegna veikinda.

20.08.2014 20:12

Íbúafundur fyrir íbúa við Öxarfjörð vegna mögulegrar flóðahættu

 Almannavarnanefnd Þingeyinga auglýsir


Íbúafundur verður haldin fyrir íbúa við Öxarfjörð á morgun, fimmtudaginn 21. ágúst kl 20:00 í Lundi.
Þetta er upplýsingafundur vegna skjálftavirkni í norðanverðum Vatnajökli og mögulegrar flóðahættu.


Dreifið þessu endilega til flestra og komið skilaboðum til þeirra sem ekki eru virkir á netinu.

 

18.08.2014 20:52

Orðsending frá Hár-sker

 

Hársnyrtistofan Hár-sker Kópaskeri auglýsir :

 

Fyrirhugað sumarleyfi færist til vegna aðgerðar á öxl og verður stofan því OPIN VIKUNA 18. - 21. ágúst, en síðan verður undirrituð því miður frá vinnu í u.þ.b. 3 vikur, -eða allavega fram að miðjum september !                   Nokkrir tímar lausir ennþá í þessari viku ;) 

                                                     með bestu kveðju,

                                                                         Rannveig Halldórsdóttir s. 465-2378

 

 
  • 1