25.11.2015 22:26

Þorsteinshrúturinn 2015

 

Þorsteinshrúturinn 2015 var afhentur á hrútafundi í kvöld.

 

Þorsteinshrúturinn er veittur þeim  sem á besta veturgamla hrútinn á í sýslunni ár hvert.

 

Í fyrsta sæti var hrúturinn Morgan 14-770 í Klifshaga 2.

 

Einar Ófeigur Björnsson afhendir Stefáni Péturssyni í Klifshaga farandgripinn

 

 

 

24.11.2015 22:37

6 dagar eftir af söfnuninni vegna þorrablótsatriðis 2016

 

Tökur á Kópasker the musical voru um helgina í stúdioi og það er óhætt að segja að þetta kemur mjög vel út.


Stefnan er svo tekin að taka meira upp á Kópaskeri í byrjun desember.
 

Einungis 6 dagar eftir af söfnuninni.
 

Hjálpið okkur að gera þetta enn flottara.

 

 

 

 

 


 

 

 

Frá 2007 hafa Every Hole Brothers (Efri-Hólabræður) gert árlega 10 - 15 min löng þorrablótsvideo með leiknum sketsum fyrir þorrablótin á Kópaskeri. Í ár langar okkur að breyta til. Myndband sem inniheldur 4 - 5 þekkt lög með nýjum textum tengdum Kópaskeri og sungin af vel völdu fólki.

 

Athugið að þetta er non profit verkefni. 
Öll áheit verða notuð til að gera þetta verkefni sem best og aðstandendur munu ekki fá neitt í sinn vasa.

Til að ná þessu markmiði þarf að leggja út peninga. Helstu kosnaðarliðir eru:
- Leiga á búnaði, ljósum og þessháttar
- Ferðakosnaður til Kópaskers til að taka upp
- Kaup eða leiga á leikmunum
- Leiga á aðstöðu fyrir eftirvinnslu
- Leiga á upptökuhljóðveri fyrir söngupptökur

 

Tengill á síðu til að styrkja þetta málefni er hér að neðan:

 

 

https://www.karolinafund.com/project/view/1106

 

 

24.11.2015 22:32

Síðasti séns að skrá sig á 40 afmælishátið Feykis er á morgun!!

Síðasati séns að skrá sig á þessa skemmtun

 

Kæru félagar, nærsveitungar og allir aðrir!

 

Í tilefni af 40. ára afmæli hestamannafélagsins Feykis ætlum við að slá upp veislu þann 28. nóvember næstkomandi í Skúlagarði.

Veislan byrjar 19:30 á borðhaldi þar sem við lofum góðum mat og farið verður yfir sögu félagsins í máli, söng og leik.

Veislustjóri er Sigurður Tryggvason

að borðhaldi loknu kl.23:00 mun hljómsveitin Lúxus spila fyrir dansi.

Miðaverð á borðhald og ball er 6000, miðaverð á ball 3000

Skráningar á borðhald eru hjá:

Salbjörgu : 8464951
eða 
Halldísi : 8671165

Að gefnu tilefni er þetta ekki flöskuball og verður barinn opinn. Aldurstakmark 18.ár

 

Mbkv. Stjórnin

24.11.2015 09:33

Aðalfundur Norðurhjara - ferðaþjónustusamtaka

Aðalfundur Norðurhjara - ferðaþjónustusamtaka verður haldinn í kvöld, þriðjudaginn 24. nóvember kl. 20:00 í Öxi á Kópaskeri.
Á fundinum verður "gerður upp árangur liðins árs" eins og segir í lögum samtakanna.
Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum, þ.e. skýrslu stjórnar og reikningum, kosningum og öðrum málum verða flutt tvö erindi.
Silja Jóhannesdóttir sem stýrir verkefninu Raufarhöfn og framtíðin og starfar nú einnig á svæðinu 670 / 671 kynnir starfið og helstu verkefni.
Jónína S. Þorláksdóttir verkefnastjóri Rannsóknastöðvarinnar Rifs á Raufarhöfn kynnir stöðina og starfsemi hennar.
Fundurinn er opinn öllum sem vilja kynna sér starfsemi samtakanna.

20.11.2015 09:43

Brothættar byggðir, fyrsti fundur verkefnisstjórnar fyrir Kópasker og nágrenni

Tekið af vef Byggðastofnunnar, byggdastofnun.is

 

Brothættar byggðir, fyrsti fundur verkefnisstjórnar fyrir Kópasker og nágrenni

Brothættar byggðir, fyrsti fundur verkefnisstjórnar fyrir Kópasker og nágrenni

Fyrsti fundur í verkefnisstjórn Brothættra byggða fyrir Kópasker og nágrenni var haldinn á Kópaskeri miðvikudaginn 28. október s.l.

Við þetta tækifæri tók Silja Jóhannesdóttir verkefnisstjóri við verkefnisstjórn fyrir verkefnið í byggðarlaginu, en fyrir gegnir hún því starfi fyrir verkefnið Raufarhöfn og framtíðin, sem einnig er hluti Brothættra byggða.

 Í verkefnisstjórninni sitja Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri, Pétur Þ. Jónasson, framkvæmdastjóri Eyþings, Reinhard Reynisson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, Stefán H. Grímsson og Charlotta Englund sem eru fulltrúar íbúa á svæðinu og loks Sigríður K. Þorgrímsdóttir og Kristján Þ. Halldórsson frá Byggðastofnun.

 Á fundinum var rætt um stöðu samfélagsins á Kópaskeri og í nærsveitum, bæði í atvinnumálum, þjónustu, samheldni íbúa og hvaðeina sem viðkemur samfélaginu.

Fram kom að flutningur grunnskólans á sínum tíma hafi haft slæm áhrif á samfélagið og eimi eftir af því ennþá. Rætt var um stöðu Fjallalambs sem sé „fiskvinnsla“ Kópaskers, um hvað eigi að gera við Gefluhúsin, um nauðsyn þess að halda uppi grunnþjónustu,  um stöðu húsnæðismála, um nettengingu og mikilvægi hennar og velt vöngum um hvað þurfi að vera til staðar til að draga ungt fólk að.

Bæjarstjóri kynnti hugmynd Norðurþings um hverfisráð.

Silja fór yfir það hvernig stefnumótun er unnin og í framhaldinu var rætt um fyrirhugað íbúaþing og mögulega tímasetningu þess. Stefnt er að helginni 16.-17. janúar og verður það nánar auglýst síðar.

Silja verkefnisstjóri verður með aðstöðu á Kópaskeri og fasta viðveru þar, eins og á Raufarhöfn. Hún mun á næstunni kynna sér svæðið og hagsmuni þess og íbúum svæðisins gefst þannig kostur á að koma hugmyndum sínum á framfæri og fá ráðgjöf.

16.11.2015 15:20

Samgönguþing Markaðsstofu Norðurlands

Vegir, flug og ferðaþjónusta
Markaðsstofa Norðurlands stendur fyrir samgönguþingi í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 19. nóvember kl. 13:30. Þar verður fjallað um samgöngur á landi og í lofti frá sjónarhorni ferðaþjónustunnar.

Norðurhjari - ferðaþjónustusamtök hvetja alla sem tök hafa á til að mæta á samgönguþingið og taka þátt í umræðunum.  Þannig sýnum við að okkur er fyllsta alvara þegar við köllum á bættar samgöngur á svæðinu okkar og bendum á mikilvægi þeirra fyrir þróun samfélagsins. Þátttaka er án endurgjalds, en fólk er beðið um að skrá sig hér
Dagskrá hefst kl. 13:30

Setning samgönguþings MN - Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri

Erindi - Birna Lárusdóttir formaður samgönguráðs

Áherslur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi - Hjalti Páll Þórarinsson verkefnastjóri MN og flugklasans Air66N

Flugrúta sem nær lengra - Þórir Garðarsson stjórnarformaður og eigandi Gray Line Iceland

Vegasamgöngur og ferðaþjónusta til framtíðar - Hreinn Haraldsson vegamálastjóri

Pallborðsumræður 

15:00 – 15:30  Kaffihlé

Innanlandsflug – lífæð almenningssamgangna - Jón Karl Ólafsson framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia

Akureyri International Airport - Hjördís Þórhallsdóttir umdæmisstjóri Isavia á Norðurlandi

Samskipti við flugrekstraraðila - Ingvar Örn Ingvarsson verkefnastjóri hjá Íslandsstofu

Icelandair, þróun og stefna - Helgi Már Björgvinsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair

Pallborðsumræður

17:00  Þingslit – Léttar veitingar í boði Akureyrarbæjar 

13.11.2015 10:10

Merkisáfangi í flugsögunni

Sú skemmtilega tilviljun átti sér stað í gærdag, þegar tveir flugmenn uppaldir á Kópaskeri flugu saman Airbus 321-200. TF-MOM til Berlínar fyrir WOW air.

 

Þetta voru þeir félagar, Friðrik Ingi Ólafsson flugstjóri og Ágúst Örn Guðmundsson flugmaður


 


Það lá vel á þeim félögum enda skemmtileg uppákoma.

 

 

13.11.2015 09:52

40 ára afmæli Feykis!

Kæru félagar, nærsveitungar og allir aðrir!

Í tilefni af 40. ára afmæli hestamannafélagsins Feykis ætlum við að slá upp veislu þann 28. nóvember næstkomandi í Skúlagarði.

Veislan byrjar 19:30 á borðhaldi þar sem við lofum góðum mat og farið verður yfir sögu félagsins í máli, söng og leik.

Veislustjóri er Sigurður Tryggvason

að borðhaldi loknu kl.23:00 mun hljómsveitin Lúxus spila fyrir dansi.

Miðaverð á borðhald og ball er 6000, miðaverð á ball 3000

Skráningar á borðhald eru hjá:

Salbjörgu : 8464951
eða 
Halldísi : 8671165

Að gefnu tilefni er þetta ekki flöskuball og verður barinn opinn. Aldurstakmark 18.ár

 

Mbkv. Stjórnin

09.11.2015 23:47

40 ára afmæli hestamannafélagsins Feykis

Afmælisskemmtun

Kæru félagar nær og fjær og aðrir sveitungar.
Sefnt er á að halda upp á 40 ára afmæli 
hestamannafélagsins þann 28. nóvember æstkomandi í Skúlagarði. Fyrirhugað er að hafa mat, skemmtun og ball ef nægur fjöldi næst í skráningu. 

Endilega takið kvöldið frá og höfum gaman saman. Nánari upplýsingar verða sendar út fljótlega smile emoticon

Stjórn hestamannafélagsins Feykis

 

06.11.2015 23:22

Leiklistarnámskeið í Skúlagarði!

Ákveðið hefur verið að endurvekja Leiklistardeild Ungmennafélagsins Leifs heppna og stefnt að því að setja upp leikverk í Skúlagarði á komandi vori.

Í því sambandi verður leiklistarnámskeið haldið í Skúlagarði 20.-21. nóvember nk. Námskeiðið verður að kvöldi til á föstudeginum, frá kl. 19:00-23:00 og á laugardeginum frá kl. 10:00-14:00. 

Um námskeiðið sér Ólafur Jens Sigurðsson leikstjóri. 

Allir áhugasamir hvattir til að mæta! 

Nánari upplýsingar og skráning hjá Hrund á netfanginu hrund@kopasker.is

Stjórn leiklistardeildar Leifs heppna

31.10.2015 12:23

Tónleikar - Karlakórinn Hreimur

Karlakórinn Hreimur er 40 ára á þessu ári og ætlar að minnast þeirra tímamóta með því að bjóða öllum á tónleika. Næstu tónleikar verða í Skúlagarði mánudaginn 2. nóvember kl. 20:30.
Stjórnandi kórsins er Steinþór Þráinsson og undirleikari Steinunn Halldórsdóttir. Enginn aðgangseyrir verður innheimtur en til sölu verður nýr DVD og CD diskur sem tekinn var upp á Vorfagnaði kórsins 11. apríl 2015  þar sem Ljótu hálfvitarnir voru gestir.
Næstu tónleikar verða sem hér segir:
Skjólbrekku 4. nóv. kl. 20.30
Húsavíkurkirkju 9. nóv. kl. 20.30
Breiðamýri 18. nóv. kl. 20.30

Þann 14. nóvember verða tónleikar í Hofi með Karlakórnum Hreimi og Ljótu hálfvitunum. Uppselt er kl. 20:00 en aukatónleikar verða kl. 23.00.  Miðasala í Hof er á mak.is.
Hvetum við alla að mæta og upplifa mikla söngveislu.
Karlakórinn Hreimur

  • 1