14.12.2014 14:28

Velferðarsjóðurinn Von

Velferðarsjóðurinn Von

Velferðarsjóðurinn Von styrkir bágstaddar fjölskyldur og einstaklinga í Norður-Þingeyjarsýslu. Stjórn sjóðsins skipa einstaklingar frá Heilsugæslunni, RKÍ og kirkjunni, sem nú um stundir eru Ragnhildur Þorgeirsdóttir, Raufarhöfn, Guðrún Margrét Einarsdóttir, Húsavík og Jón Ármann Gíslason, Skinnastað. Hægt er að sækja um aðstoð með því að hafa samband við einhvern úr stjórn eða senda tölvupóst á skinnast@gmail.com. Algjör trúnaður. Umsóknarfrestur fyrir jól er til 17. desember.

Þá eru framlög til sjóðsins vel þegin. Leggja má inn á eftirfarandi reikning: 0192-26-30411, kt: 590269-6119

 

Með kveðju og ósk um gleðileg jól,

Sjóðsstjórn

14.12.2014 14:24

Opnartími Skerjakollu í desember

Skerjakolla - Búðin á Skerinu

Velkomin í Búðina á Skerinu

 

Opið í desember:

Virka daga mánudaga til fimmtudaga 12 til 18. Föstudaga 12 til 19

Laugardagana 13., 20.og 27. kl. 14 – 18

Þorláksmessu kl 10 – 22, aðfangadag og gamlársdag 10 – 12

25. og  26. lokað

Tilboð á hangikjöti, ís og fl. 

 

Skerjakolla - Búðin á Skerinu

Bakkagötu 10, Kópaskeri s.465-1150

14.12.2014 14:01

ÓtitlaðBréfamaraþon Amnesty - framhald

Bréfamaraþon Amnesty - framhald

Bréfamaraþon Anmesty International gekk vel í Skerjakollu - Búðinni á Skerinu sl. föstudag. Skrifað var undir fjöldann allan af bréfum og ánægjulegt til þess að vita að fólki sé ekki sama um þolendur mannréttindabrota.

Bréfamaraþonið heldur áfram, í vikunni er hægt að skrifa undir bréf á bókasafninu á Kópaskeri, sem er opið á þriðjudaginn
kl. 13 - 18 og á fimmtudaginn kl. 13 - 16.

Laugardaginn 13. desember verður bréfamaraþonið svo aftur í Skerjakollu, sem verður opin frá 14 - 18.

Fólki gefst kost­ur á að skrifa und­ir tilbúin aðgerðakort er varða 12 ein­staklinga og hópa sem sætt hafa grófum mann­rétt­inda­brot­um víða um heim og þrýsta á stjórn­völd í viðkom­andi landi að gera úr­bæt­ur.

Bréfa­skrif­in bera ár­ang­ur því á hverju ári eiga sér stað raun­veru­leg­ar breyt­ing­ar á lífi þolenda mann­rétt­inda­brota. Fólk sem er rang­lega fang­elsað er leyst úr haldi. Pynd­ar­ar eru látn­ir svara til saka og fólk í fang­els­um fær mannúðlegri meðferð.

 

Fólk um víða ver­öld kem­ur sam­an á aðvent­unni og send­ir bréf til yf­ir­valda sem brjóta gróf­lega mann­rétt­indi. Á síðasta ári sendu Íslendingar 51.219 bréf og kort utan, sem er ótrúlegur árangur og tvöföldun frá árinu áður. 

 

 


12.12.2014 10:38

Tilkynning frá Lyfju á Kópaskeri

Apótek Lyfju á Kópaskeri verður lokað

mánudaginn 15.desember 2014

 

Starfsfólk Lyfju

02.12.2014 21:53

Tilkynnig frá lögreglunni á Húsavík

Lögreglan á Húsavík óskar að koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri við íbúa Þórshafnar og nágrennis og allra annarra sem telja sig geta veitt upplýsingar.

Nú nýverið voru unnar miklar skemmdir á bifreið lögreglu-varðstjóra á Þórshöfn, með því að rispa bílinn allan og m.a. rispa á hann orð sem greinilega eru til þess ætluð að vega að honum og starfi hans sem lögreglumanns í samfélaginu Langanesbyggð.
 
Bifreiðin var skemmd þar sem hún stóð utan við lögreglustöðina á Þórshöfn.


Lögreglan á Húsavík biðlar til þeirra sem búa yfir upplýsingum um þetta mál og vita hver eða hverjir voru að verki, að hringja í síma 444-2850 og koma þeim upplýsingum á framfæri.

Með fyrirfram þökk f.h. lögreglunnar á Húsavík,

Aðalsteinn Júlíusson lögreglumaður.

 

27.11.2014 20:49

Morgunsólin við Öxarfjörð

Þessa dagana er sólaupprásin við Öxarfjörð afar fögur, sem endra nær........

 

Birti þessar myndir fyrir þá sem ekki búa á svæðinu til að upplifa þessa fegurð og einnig fyrir þá sem eru lokaðir inni á sínum vinnustað allan daginn :)

 

Báðar þessar myndir eru teknar á farsíma

 

Myndin tekin af Ómari, 27.11.2014

 

Mynd tekin af Elvari Má, 17.11.2014

 

 

26.11.2014 18:20

Verslunarhúsið á Kópaskeri - fréttabréf í nóvember 2014

Verslunarhúsið á Kópaskeri – fréttabréf í nóvember 2014

 

Eins og kunnugt er var í lok febrúar sl stofnað félag, Verslunarhúsið á Kópaskeri ehf ( hér nefnt VK), um kaup og rekstur húsnæðis sem hefur um árabil hýst verslun á staðnum.  Undirtektir voru góðar og  þegar þetta er ritað hafa safnast  kr 9.539.240 í hlutafé og hluthafar 46 að tölu, þar af 39 einstaklingar.  Árangur af þessu framtaki er sá að fest voru kaup á húsinu, og um sólstöður  hófu Inga Sigurðardóttir og Guðmundur Baldursson verslunarrekstur í félagi sínu, Skerjakollu og þarf ekki að fjölyrða um hversu mikil framför það var að fá aftur verslun á staðinn eftir hálfs árs hlé.  Undirritaður telur sig geta mælt fyrir munn íbúa á svæðinu þegar sagt er að vel hafi tekist til með húsakaup og verslunarrekstur Skerjakollu.


Það er helst í fréttum að náðst hafa samningar á milli Verslunarhússins á Kópaskeri og Áfengis-og tóbaksverslunar ríkisins um aðstöðu þess síðarnefnda í húsinu.  Um þessar mundir er unnið að því að koma upp afgreiðslu fyrir Vínbúðina í hluta verslunarhússins og er stefnt að opnun afgreiðslunnar í fyrrihluta desember n.k.  Er þetta nokkur búbót fyrir VK í formi húsaleigu en einnig er þess vænst að afgreiðslan muni renna styrkari stoðum undir rekstur Skerjakollu.

 

Við kaup VK á verslunarhúsinu í vor þurfti að yfirtaka all-stórt lán.  Þrátt fyrir að hlutafé hafi safnast svo sem fram kemur hér að ofan telur stjórn VK  að brýn þörf sé fyrir nokkra viðbót hlutafjár til að festa félagið og rekstur fasteignarinnar í sessi, en samkv 4.gr stofnsamþykkta félagsins hefur stjórn heimild til þess að aukahlutafé í allt að kr 12.000.000 fyrir árslok 2014.     Því vill stjórn VK eindregið hvetja þá sem geta og vilja leggja málinu lið, til þess að hafa samband við einhvern stjórnarmanna og ganga frá kaupum á hlutafé í félaginu fyrir lok árs 2014. Í stjórninni eru þau Gunnar Björnsson í Sandfelli, Jón Grímsson á Kópaskeri og Sigurlína J. Jóhannesdóttir á Snartarstöðum II.  Einnig má hafa samband við Reinhard Reynisson hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga.

      

      F.h. Stjórnar Verslunarhússins á Kópaskeri ehf,

           Jón Grímsson

 
 
 
  • 1