09.02.2016 00:31

STAÐA ÞJÓÐGARÐSVARÐAR Á NORÐURSVÆÐI VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐS

Vatnajökulsþjóðgarður

 


STAÐA ÞJÓÐGARÐSVARÐAR Á NORÐURSVÆÐI VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐS MEÐ STARFSSTÖÐ Í ÁSBYRGI ER LAUS TIL UMSÓKNAR

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir starf þjóðgarðsvarðar með starfstöð í  Ásbyrgi/Jökulsárgljúfrum laust til umsóknar.  Vatnajökulsþjóðgarður skiptist í fjögur rekstrarsvæði: Norðursvæði, Austursvæði, Suðursvæði og Vestursvæði. Á norðursvæði eru tvær meginstarfsstöðvar (samkvæmt lögum nr. 60/2007 og reglugerð nr. 608/2008), þ.e. í Ásbyrgi og Mývatnssveit og starfar þjóðgarðsvörður á báðum svæðum. Hér er auglýst staða þjóðgarðsvarðar á norðursvæði með fastri starfsstöð í Gljúfrastofu í Ásbyrgi sem eiga mun náið samstarf við þjóðgarðsvörð með starfsstöð í Mývatnssveit.  

Helstu verkefni: 
• Framkvæmd stjórnunar- og verndaráætlunar þjóðgarðsins. 
• Umsjón með daglegum rekstri á rekstarsvæðinu og ábyrgð á að hann sé innan heimilda. 
• Yfirumsjón með rekstri gestastofu og tjaldsvæða. 
• Samskipti við hagsmunaaðila, 
• Samvinna við atvinnulíf, sveitarfélög, skóla og íbúa á nærsvæði við Ásbyrgi/Jökulsárgljúfur. 
• Samskipti og samvinna við þjóðgarðsvörð á hálendissvæði Norðursvæðis 
• Leiða starf í faglegri umsýslu landvörslu og fræðslu. 
• Þátttaka í stefnumótun þjóðgarðsins. 
• Almenn stjórnsýsla og leyfisútgáfa fyrir Ásbyrgi og Jökulsárgljúfur.

Hæfniskröfur: 

• Háskólamenntun sem nýtist í starfi. 
• Þekking og reynsla af umhverfismálum og náttúruvernd. 
• Frumkvæði, sjálfstæði og ábyrgð í starfi. 
• Skipulagshæfileikar og þjónustulund. 
• Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum. 
• Reynsla af almennum rekstri og mannaforráðum. 
• Þekking og/eða reynsla af fræðslu til mismunandi hópa 
• Reynsla og þekking af öryggismálum ferðamanna. 
• Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur. 
• Góð íslensku- og enskukunnátta, frekari tungumálakunnátta er kostur.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. 
Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknir um ofangreint starf skulu hafa borist Vatnajökulsþjóðgarði Klapparstíg 25-27, 101 Reykjavík, eigi síðar en 19. febrúar 2016. 
Upplýsingar um starfið veitir Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, thordur@vjp.is  eða í síma 575 8400. 

08.02.2016 20:54

Við auglýsum eftir starfsmanni á leikskóladeild Öxarfjarðarskóla á Kópaskeri

Við auglýsum eftir starfsmanni á leikskóladeild Öxarfjarðarskóla á Kópaskeri

 

Vegna ákveðinna aðstæðna viljum við ráða starfsmann í 100% starf við leikskóladeild Öxarfjarðarskóla, á

Kópaskeri. Upplýsingar gefur skólastjóri, Guðrún S. Kristjánsdóttir, í síma 465-2246 eða 892-5226.

gudrunsk@nordurthing.is

 

 

05.02.2016 00:22

Óskað eftir myndum frá Öxarfjarðarhéraði og Raufarhöfn

Óskað eftir myndum frá Öxarfjarðarhéraði og Raufarhöfn

 

„Norðurþing er að setja í loftið nýja vefsíðu og leitar til okkar til að fá fallegar myndir af svæðinu. Verið er að biðja um stórar hausmyndir líkt og sjá má hér, http://nordurthing.dev9.stefna.is . Þær þurfa að vera 1920*518 pixlar að stærð.  Myndin þarf því að vera að lágmarki 1920 pixlar á breidd. Þetta er svokallað „panorama“ útlit.
Þess fyrir utan er verið að biðja um almennar mannlífsmyndir af svæðinu í 640*480 pixla gæðum. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að Norðurþing áskilur sér rétt til að nota innsendar myndir á vef sínum.


Ef þið lumið á góðum myndum af svæðinu sem og mannlífsmyndum þá endilega sendið þær á silja@atthing eða morri@kopasker.is.“

 

03.02.2016 19:46

Norðurorg á Húsavík

Norðurorg á Húsavík

Þessa sömu helgi og Meistaramótið var haldið, eða föstudaginn 29. janúar var haldin söng og tónlistarkeppni á Húsavík. Atriðin sem kepptu voru sextán og og fleiri hundruð ungmenni mættu á staðinn. Það þarf kjark til að standa frammi fyrir slíkum fjölda á sviði og flytja söngatriði. Jónína Freyja Jónsdóttir, nemandi í 8. bekk Öxarfjarðarskóla tók þátt í þessari keppni, með lagið To make you feel my love, og stóð sig með mikilli prýði. Undirrituð naut þeirra forréttinda að fá að fylgjast með  hverju ungmenninu af öðru gleðja salinn með söng og tónlist. Á myndinni má sjá Jónínu Freyju flytja lagið sitt.

 

Myndina tók Reynir Gunnarsson

 

 

Guðrún S. K.

03.02.2016 19:41

Jón Alexander Íslandsmeistari í Kúluvarpi

Jón Alexander Íslandsmeistari í Kúluvarpi

Síðast liðna helgi, 30-31. janúar fór fram í Kaplakrika Meistaramót Íslands 11-14 ára. 354 keppendur voru skráðir til leiks frá 19 félögum. Gestaþátttakendur frá Treysti í Færeyjum settu skemmtilegan svip á mótið.  Það er gaman að geta þess að nemandi í 8. bekk Öxarfjarðarskóla, Jón Alexander Arthúrson, vann gullið og er Íslandsmeistari í Kúluvarpi. Á myndinni má sjá Jón Alexander með verðlaunin ásamt þáttakendum sem lentu í öðru og þriðja sæti.

 

Myndina tók María Sigurðardóttir (Malla)

 

Guðrún S. K.

 

31.01.2016 15:41

Friðrik Jónsson, 97 ára rifjar upp Kópaskerskjálftann 13.janúar 1976

 

Hér að neðan er tengill inn á vef Ríkisútvarspins þar sem heyra má þáttinn Sögur af landi frá því í gær.

 

Á mínótu 27:36 byrjar umfjöllun um skjálftann.  M.a. er viðtal við Friðrik Jónsson

 

Tengill:

 

http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/sogur-af-landi/20160130

 

 

 

30.01.2016 13:08

Atvinnulífið-Mannamót

Kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni

 

Halldóra Gunnarssdóttir í viðtali við N4

 

http://www.n4.is/is/thaettir/file/atvinnulifid-mannamot

30.01.2016 12:46

Þorrablótið á Kópaskeri afstaðið

23.janúar sl. var haldið þorrablót í Pakkhúsinu á Kópaskeri.

 

Gestir voru um það bil 190manns.

Veislustjórar voru Halla og Hildur Óladætur

 

Hljómsveitin LEGÓ spilaði fyrir dansi.

 

 

Skemmtunin fór einstaklega vel fram og skemmtu flestir sér vel, allavega var ekki að sjá annað.

 

Skemmtiatriði voru þó nokkur og var m.a. litið í morgunkaffi á Röndinni, Silja Stefánsdóttir fór á bæina í bundnu máli og myndband frá Every Hole Brothers var frumflutt, Kópasker The musical svo eitthvað sé nefnt

 

 

 

Í nefndinni 2016 voru:

 

Kristín Gunnarssdóttir, Sandfellshaga

Olga Gísladóttir, Núpi

Inga Sigurðardóttir, Kópsakeri

Elvar Már Stefánsson, Kópaskeri

Haukur Marinóson, Kópaskeri

Ómar Gunnarsson, Efri-Hólum

Hildur Óladóttir, ( brottflutt) Akureyri

 

 

TIlkynnt var um nýja nefnd sem ætlað er að sjá um þorrablótið á Kópaskeri 2017

 

Sigríður Kjartansdóttir, Kópaskeri ( formaður nefndar)

Helgi Viðar Björnsson, Kópaskeri

Stefán Pétursson, Klifshaga

Sigurður Árnason, Presthólum

Kristín Eva Benidiktsdóttir, Þverá

Ann-Charlotte Fernholm, Gilsbakka

Reynir Ólafsson,frá Núpi  ( brottfluttur)

 

29.01.2016 00:00

Norðurþing - Friðrik segir af sér sem bæjarfulltrúi og froseti bæjarstórnar

 
Friðrik Sigurðsson, oddviti D-lista Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Norðurþings og forseti bæjarstjórnar, hefur sagt af sér sem bæjarfulltrúi og hyggst hætta störfum fyrir bæjarstjórn.
 

Friðrik segist taka þessa ákvörðun eingöngu af persónulegum ástæðum. Fjölskylduaðstæður ráði því að hann sé að flytja til Akureyrar ásamt fjölskyldu sinni. Enginn ágreiningur um hans störf hafi verið innan listans.  

Ákvörðunin kom á óvart
Undir það taka samherjar Friðriks á D-lista sem fréttastofa ræddi við. Þeir segja ákvörðun hans hafa komið á óvart.

Óvíst hver verður forseti bæjarstjórnar
Sjálfstæðisflokkurinn á þrjá fulltrúa í bæjarstjórn Norðurþings. Erna Björnsdóttir tekur sæti Friðriks sem bæjarfulltrúi og fyrir eru Olga Gísladóttir og Örlygur Hnefill Örlygsson. Ekki liggur fyrir hver þeirra verður forseti bæjarstjórnar eða tekur við öðrum embættum sem Friðrik gengdi í bæjarstjórn.

 

 

Ruv.is greinir frá þessu í dag

27.01.2016 11:03

Grisjun hjá Bókasafni Öxarfjarðar

 

 
 
 

 

Grisjun hjá Bókasafni Öxarfjarðar

 

Fimmtudaginn 28. janúar 2016 verður „gjafatorg“ í Skólahúsinu á Kópaskeri milli klukkan 13 og 16.

Við erum að grisja tvítök og afskráð gögn og viljum gefa fólki tækifæri á að ná sér í fríar

bækur/gögn áður en þetta fer í ruslið.

 

Dísa og Mæja.

 

 

22.01.2016 07:50

Skilaboð íbúa við Öxarfjörð

Nýta sérstöðuna og styrkja innviði

Nýta sérstöðuna og styrkja innviði
Frá íbúaþinginu - mynd KÞH.

Skilaboð íbúa við Öxarfjörð

 

Til að efla byggð við Öxarfjörð á að byggja á sérstöðu svæðisins, nýta sóknarfæri sem felast m.a. í matvælavinnslu, ferðaþjónustu og jarðhita og að standa vörð um grunnþjónustuna. 

Þetta var þátttakendum efst í huga, á íbúaþingi í Öxarfjarðarhéraði, sem haldið var í Lundi, helgina 16.-17. janúar.  Á þingið mættu 60 manns og þrjár kynslóðir, frá 25 ára til tæplega níræðs, ræddu um styrkleika, tækifæri og framtíðarsýn þessa svæðis.  „Samstaða, áræði og sóknarkraftur“  var meðal þess sem þátttakendur sögðu í lok þingsins.

Bæta þarf innviði, eins og nettengingar, afhendingaröryggi rafmagns og útvarpsskilyrði.  Brýn verkefni blasa við í vegamálum, s.s. að ljúka síðasta kafla Dettifossvegar. Þátttakendur lýstu áhyggjum af minnkandi þjónustu og fækkun starfa á vegum hins opinbera og fyrirtækja. 

Standa þarf vörð um heilbrigðisþjónustuna, tryggja leikskóla, bæði á Kópaskeri og í Lundi og standa þétt við starfsemi grunnskólans í Lundi.  Þörf er á fleiri úrræðum í húsnæðismálum sem ásamt góðri þjónustu leik- og grunnskóla og atvinnutækifæri, er forsenda þess að laða ungt fólk heim aftur.

Sóknarfæri í atvinnumálum felast í ferðaþjónustu og matvælavinnslu.  Fram komu fjölmargar hugmyndir um eflingu þeirrar ferðaþjónustu sem fyrir er og ný tækifæri. 

Öxarfjarðarhérað er landbúnaðarsvæði og austurhluti þess er á eina svæði landsins þar sem ekki hefur komið upp riða. Þátttakendur þingsins vildu efla landbúnað og skoða leiðir til frekari vinnslu.

Jarðhiti er dýrmæt auðlind svæðisins og vegna hans hefur byggst upp öflugt fiskeldi og grænmetisræktun.  Varpað var fram hugmyndum um frekari nýtingu jarðhita, m.a. til atvinnusköpunar og heilsutengdrar ferðaþjónustu. 

Rætt var um markaðssetningu á svæðinu í heild, gerð nýrrar heimasíðu fyrir svæðið og stuðning við þau fyrirtæki sem til staðar eru.  Kallað var eftir dýpkun Kópaskershafnar og sértækum byggðakvóta.  Fram kom áhugi á fleiri möguleikum til flokkunar sorps og bættri upplýsingamiðlun á því sviði.  Loks var rætt um möguleika til móttöku flóttafólks.

„Gaman saman“, var viðfangsefni eins hóps á þinginu, sem kortlagði það sem í boði er á svæðinu og ræddi hvernig mætti búa til fleiri tækifæri fyrir fólk að hittast.

Þingið markaði upphaf að samráði við íbúa í þróunarverkefni á svæðinu við Öxarfjörð og  það er eitt af verkefnum á vegum Byggðastofnunar, í svokölluðum „Brothættum byggðum“.  Samstarfsaðilar Byggðastofnunar eru Norðurþing, Eyþing, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og íbúar svæðisins og er verkefnisstjórn skipuð fulltrúum þessara aðila.  Verkefnisstjóri er Silja Jóhannesdóttir, en hún gegnir jafnframt því hlutverki á Raufarhöfn.   Á þinginu var valið nafn á verkefnið, „Öxarfjörður í sókn“.  Umsjón með íbúaþinginu var í höndum Sigurborgar Kr. Hannesdóttur frá Ildi, þjónustu og ráðgjöf. 

Verkefnisstjórn og –stjóri munu nú vinna að stefnumótun, markmiðssetningu og skilgreiningu verkefna, upp úr skilaboðum þingsins.  Íbúar munu jafnframt vinna að ýmsum málum sem rædd voru á þinginu og fylgja þeim eftir.  

Mynd: Kristján Þórhallur Halldórsson

 

Tekið af vef byggðastofnunnar: http://www.byggdastofnun.is/is/frettir/category/1/nyta-serstoduna-og-styrkja-innvidi

20.01.2016 23:01

Norðurþing auglýsir rekstur Hótels Norðurljósa til leigu frá 1. febrúar 2016 til 31. október 2016.

Norðurþing auglýsir rekstur Hótels Norðurljósa til leigu frá 1. febrúar 2016 til 31. október 2016.

 

Hið leigða er hótelhlutinn að Aðalbraut 2, 15 herbergi, matsalur og íbúð, nafn hótelsins og rekstrarbúnaður samkvæmt lista. Hótelið var í fullum rekstri fram í nóvember 2015.

Óskað er eftir tilboðum í leigu á ofangreindu tímabili en skila þarf lýsingu á áformum rekstr­araðila með þjónustu og gæðaviðmið sem haft verður í huga við rekstur hótelsins. Gert er ráð fyrir að leigutaki greiði allan almennan kostnað af rekstrinum, svo sem rafmagn, viðhald búnaðar og minniháttar viðhald húsnæðis í samræmi við húsaleigulög 36/1994. Ekki er gert ráð fyrir neinum meirháttar breytingum á húsnæðinu á leigutímanum. Eignin verður auglýst til sölu á leigutímanum.

Húsnæðið verður til sýnis mánudaginn 25. janúar 2016 frá kl. 10 til 14. Nánari upplýsingar gefur Tryggvi Finnsson, netfang: tryggvif@simnet.is , sími 4641349/8641343.

Norðurþing áskilur sér rétt að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Skila skal tilboðum til Norðurþings, Ketilsbraut 7-9, 640 Húsavík eða nordurthing@nordurthing.is eigi síðar en mánudaginn 31. janúar 2016.“

 

 

 

Linkur á auglýsingu:

http://issuu.com/siljajohannesdottir/docs/ho__tel_nor__urljo__s_219x142mm_dag

19.01.2016 20:24

Opið í Skerjakollu 23.janúar milli 12-15

 

Skerjakolla

Kópaskeri

 

Vegna Þorrablótsins er opið

laugardaginn 23. janúar kl. 12 til 15

Miðar á þorrablótið eru seldir í búðinni og gott að sem flestir kaupi miða þar,

til að forðast biðröð við innganginn.

18.01.2016 21:05

Skráning á Þorrablótið á Kópaskeri, lokadagar skráningar

Þorrablót á Kópaskeri 2016

 

Þorrablótsnefnd 2016 heldur hið árlega þorrablót í Pakkhúsinu á Kópaskeri laugardaginn 23.janúar næstkomandi.

Hvetjum fólk til að skrá sig sem allra fyrst eða í síðasta lagi miðvikudaginn 20.janúar

 

 

Halla Óladóttir er klár í veislustjórn!

 

Dagskrá:

 

19:00 – Húsið opnar

20:00 – Borðhald hefst

23:30 – Dansleikur

 

Veislustjórar verða tvíburasysturnar Halla og Hildur Óladætur

 

Hljómsveitin LEGÓ mun leika fyrir dansi

 

 

Hildur Óladóttir er klár í veislustjórn!
 

 

Verð

 

Matur og dansleikur 6.800kr

 

Dansleikur 2.500kr

 

Miða- og borðapantanir eru í versluninni Skerjakollu á Kópaskeri, bæði á staðnum og í síma: 465-1150

 

Allir velkomnir

 

Allur ágóði rennur til næsta þorrablóts

 

Í lok borðhalds verður tilkynnt ný nefnd fyrir þorrablót 2017

 

Nefndin