23.09.2016 14:45

Hraunhöfn á morgun!

Næsta ganga á vegum Ferðafélagsins Norðurslóðar verður næstkomandi laugardag, 24. september. 
Gengið verður að Hraunhafnarvita norðan við Raufarhöfn. 
Mæting við afleggjarann kl. 11:00. 
Á Raufarhöfn verður sameinast í bíla við stjórnsýsluhúsið kl. 10:45.
Þetta er létt og skemmtileg ganga fyrir alla fjölskylduna. Fróðleikur um vitann, Hraunhöfnina og fleira, ásamt lestri úr Fóstbræðrasögu.
Á laugardagskvöldið er svo upplagt að mæta á fyrirtækja-barsvar á Félaganum á Raufarhöfn. 
Gangan er upptaktur að menningarhátíð á Raufarhöfn, sem stendur alla næstu viku og endar með hrútadegi þann 1. október.

30.08.2016 22:51

                                

 

Hugheilar þakkir og kveðjur sendum við þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð eftir andlát

Halldórs Sigurðssonar frá Valþjófsstöðum í Núpasveit,

með því að koma að jarðarför hans eða hafa samband með ýmsu móti.

 Innilegar þakkir sendum við einnig starfsfólki sjúkrahússins á Húsavík

og starfsfólki sjúkrahússins á Akureyri fyrir hlýlega umönnun í veikindum hans.

 

Kristveig Björnsdóttir og fjölskylda.

28.08.2016 23:55

Ráðstefna um ferðamál á Norðurslóðum, Raufarhöfn

Raufarhöfn, 30. ágúst til 2. september 2016

Ráðstefnan er haldin á vegum IPTRN, samtaka fræðafólks sem rannsakar ferðamennsku á norðurslóðum. IPTRN leggur áherslu á að skilja hvata og áskoranir tengdar ferðaþjónustu á afskekktum svæðum norður- og suðurskauts.
Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er:
„Ferðaþjónusta, fólk og vernduð svæði í víðáttu heimskautanna“.

Helstu málefni varða m.a. skipulag, verndun og umhverfisáhrif ferðaþjónustu auk sjónarmiða íbúa þessara svæða.
Íbúar svæðisins eru boðnir velkomnir á ráðstefnuna og hvattir til að kynna sér dagskrána nánar. Sérstaklega má benda á samfélagsvinnustofu sem haldin verður í félagsheimilinu Hnitbjörgum kl. 14.30 fimmtudaginn 1. september. Ráðstefnan fer fram á ensku.
Þeir sem hafa hug á að mæta á þennan viðburð eru vinsamlegast beðnir að senda póst á rif@nna.is eða silja@atthing.is eða hringja í síma 856 9500 / 464 9882.

Dagskrána í heild má nálgast hér:
http://www.rmf.is/en/conferences/5th-international-polar-tourism-research-network-iptrn

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna veita:
-Eyrún Jenný Bjarnadóttir, Rannsóknamiðstöð ferðamála: S: 525 4459; netfang: ebj@hi.is 
-Halldóra Gunnarsdóttir, Ferðaþjónustusamtökunum Norðurhjara: S: 892 8202; netfang:nordurhjari@simnet.is 
-Jónína Sigríður Þorláksdóttir, Rannsóknarstöðinni Rif: S: 856 9500; rif@nna.is 
-Silja Jóhannesdóttir hjá Raufarhöfn og framtíðin: S: 464 9882; netfang: silja@atthing.is

 
  • 1