20.10.2016 11:14

Hús íbúðalánasjóðs standa tóm

Akureyri vikublað og DV fjalla um byggðamál á Kópaskeri

 

Þrátt fyrir að fjögur hús standi tóm á Kópaskeri, og fjórar fjölskyldur hafi flutt burt úr þorpinu á þessu ári einu, er ómögulegt að fá þar leigt húsnæði. Nemendum við grunnskólann hefur fækkað úr 43 í 24 síðan 2011. Akureyri vikublað greinir frá þessu.

 

Mynd: Inga Sigurðardóttir

 

http://www.dv.is/frettir/2016/10/20/alvarleg-stada-kopaskeri-husin-standa-tom-en-enginn-faer-thau-leigd/

13.10.2016 20:25

Gengið í Grenjanesvita á sunnudaginn

Næsta ferð á vegum Ferðafélagsins Norðurslóðar verður farin næstkomandi sunnudag, þann 16. október. 
Gengið verður frá Sauðanesi á Langanesi út í Grenjanesvita. Sagðar verða sögur af ýmsum mannvirkjum og menningarminjum sem eru á leiðinni. 
Mæting í Sauðaneshúsið kl. 13:00, þar sem fólki gefst kostur á að skoða húsið og fræðast um það.
Síðan hefst gangan sem er um 8 km á sléttlendi og góðum vegi. Fróðleg og hressandi útivist nær veturnóttum. 
Ekki sakar að hafa með sér nesti og heitan drykk á brúsa.

Veðurspáin er góð og við vonumst til að sjá sem flesta

Þetta er síðasta skipulagða gangan á árinu, en Ferðafélagið tekur þráðinn upp aftur í janúar. 
Þrátt fyrir það er fólk hvatt til að fara út að hreyfa sig og njóta útivistar sem oftast. Það er sannað mál hversu gott það er fyrir líkama og sál.

23.09.2016 14:45

Hraunhöfn á morgun!

Næsta ganga á vegum Ferðafélagsins Norðurslóðar verður næstkomandi laugardag, 24. september. 
Gengið verður að Hraunhafnarvita norðan við Raufarhöfn. 
Mæting við afleggjarann kl. 11:00. 
Á Raufarhöfn verður sameinast í bíla við stjórnsýsluhúsið kl. 10:45.
Þetta er létt og skemmtileg ganga fyrir alla fjölskylduna. Fróðleikur um vitann, Hraunhöfnina og fleira, ásamt lestri úr Fóstbræðrasögu.
Á laugardagskvöldið er svo upplagt að mæta á fyrirtækja-barsvar á Félaganum á Raufarhöfn. 
Gangan er upptaktur að menningarhátíð á Raufarhöfn, sem stendur alla næstu viku og endar með hrútadegi þann 1. október.

  • 1