29.09.2014 20:25

Hrútadagurinn á Raufarhöfn

Hrútadagurinn á Raufarhöfn

verður haldin hátíðlegur þann 4. október 2014 í Faxahöllinni kl 15:00     :0

0.

Ýmislegt spennandi verður á dagskrá og má þá nefna:

 • Guðni Ágústsson verður á staðnum og setur daginn
 • sölubásar með ýmsan varning og kjötsúpa til sölu
 • Kótelettufélag Íslands kemur á svæðið og velur besta kótelettuhrútinn
 • skemmtiatriði frá hrútavinafélaginu Örvari
 • ómskoðun og stigunn á líflömbum
 • hrútahlaup sem enginn ætti að missa af
 • hrútadagsnefnd stígur á svið með óvænta uppákomu
 • svo er rúsínan í pylsuendanum, sala á hrútum sem gæti endað með uppboði

Ekki er allt gamanið búið því kl. 21:00 komum við saman í félagsheimilinu Hnitbjörgum og förum á hagyrðingakvöld sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.Þar fer einnig fram verðlaunaafhending fyrir afurðahæstu ánna og ekki má gleima Jóhannesi Kristjánssyni eftirhermu sem skemmtir okkur einsog honum er einum lagið.

Hagyrðingar kvöldsins eru Jónas Friðrik Guðnason, Ágúst  Marínó Ágústsson, Friðrik Steingrímsson, Jóhannes Sigfússon og stjórnandi er Birgir Sveinbjörnsson.

Við endum svo kvöldið með stórskemmtilegum dansleik með Dansbandinu frá Akureyri.

Aðgangseyrir á hagyrðingakvöldið og ballið er 4500 krónur.

Ekki láta þennan glæsilega og einstaka dag framhjá þér fara en hér ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Svo viljum við minna á síðuna okkar á facebook 

https://www.facebook.com/events/701397533281415/?fref=ts

 

29.09.2014 20:16

Heimsókn frá Húsavík

Fimmtudaginn 25. september komu góðir gestir í heimsókn í Stórumörk og fleiri staði í Norðurbænum.

Þetta voru heimilismenn í Hvammi á Húsavík og frá hjúkrunnardeildinni Skógarbrekku, ásamt góðu starfsfólki og  bílstjóra. Veðrið var gott, bjart og logn mest allann daginn.  Alls voru um 70 manns saman komin í Stórumörk þennan dag.

Boðið var upp á Kjötsúpu að hætti húsins, rjómapönnukökur og kaffi.

Takk fyrir komuna.

Anna Lára Jónsdóttir

 

 

 

 

Fleiri myndir í myndaalbúmi: http://kopasker.123.is/photoalbums/265713/

 

Myndir: Erla Kristinsdóttir

Texti: Anna Lára Jónsdóttir

 

 

18.09.2014 11:05

Brothættar byggðir

Í maí s.l. var auglýst eftir umsóknum um þátttöku í verkefninu um framtíð brothættra byggða. Í auglýsingu kom fram að meginmarkmið verkefnisins á hverjum stað skyldu „ skilgreind af verkefnisstjórn á grundvelli umræðna og forgangsröðunar á íbúaþingum sem ætlað er að virkja frumkvæði íbúa og samtakamátt.“ Einnig kom fram að umsókn þyrfti að vera sameiginleg frá sveitarfélagi, landshlutasamtökum sveitarfélaga/atvinnuþróunarfélagi og íbúasamtökum, þar sem þau væru til staðar.

Alls bárust umsóknir frá sjö sveitarfélögum fyrir tíu svæði. Af þessum tíu svæðum eru fimm á Vestfjörðum, en með þeim svæðum sem verkefnið nær þegar yfir má segja að það taki yfir flesta landshluta.

Skipting umsókna og svæða sem fyrir eru með (ný svæði skáletruð):

 • Vesturland:               Dalabyggð
 • Vestfirðir:                  Flateyri, Þingeyri, Suðureyri, Árneshreppur og Strandabyggð, Bíldudalur kom inn 2013
 • Norðurland vestra:   Hofsós
 • Norðurland eystra:   Grímsey, Hrísey og Kópasker, en fyrir er Raufarhöfn með í verkefninu frá 2012
 • Austurland:               Breiðdalshreppur, kom inn 2013
 • Suðurland:                Skaftárhreppur, kom inn 2013

Þau fjögur svæði sem þegar er unnið á eru annars vegar tveir þéttbýlisstaðir í stóru fjölkjarna sveitarfélagi, hins vegar tvö sveitarfélög í heild sinni. Nú er sótt um fyrir fimm þéttbýlisstaði sem allir eru hluti stærra sveitarfélags, þar af þrír í sama sveitarfélagi, fyrir þrjú sveitarfélög í heild sinni, tvö nokkuð fjölmenn og eitt fámennt, og tvær eyjar sem tilheyra sama sveitarfélagi.

Segja má að þessi samfélög einkennist af hefðbundnum atvinnugreinum, sjávarútvegi og landbúnaði, sum nokkurn veginn alfarið af annarri greininni, önnur bland af báðum.

Næstum öll svæðin liggja langt frá höfuðborginni, en Dala- og Strandabyggð hafa nokkuð greiðar samgöngur þangað. Þótt Árneshreppur sé ekki mikið lengra frá höfuðborginni en Strandabyggð  þá hamla samgöngur stóran hluta ársins.

Undanfarið hefur verið unnið að verkefnislýsingu fyrir framhald verkefnisins Brothættar byggðir og á grundvelli hennar verður ákveðið hvar hafist verður handa á nýjum svæðum. Haft hefur verið samband við alla umsækjendur undanfarið til að ræða stöðu mála varðandi umsóknirnar.

 

tekið af vef Byggðastofnunnar

18.09.2014 11:03

Vínbúð á Kópasker

 

 

Bæjarráð Norðurþings og skipulags og byggingarnefnd samþykku í vikunni að gefa Áfengis og tóbaksverslun ríkisins heimild til að opna áfengisverslun á Kópaskeri en erindi þess efnis barst frá Ívari J. Arndal, forstjóra ÁTVR.

Í erindi Framfarafélags Öxarfjarðar, sem lagt var fram á fundi bæjarráðs í lok ágúst,  sagði að áhugi væri hjá stjórnendum ÁTVR að leigja aðstöðu í hluta verslunarhúsnæðisins á Kópaskeri.

Taldi Framfarafélagið að það myndi styrkja rekstrargrundvöll verslunarinnar, bæta þjónustu við íbúa, farandverkafólk og sívaxandi fjölda ferðamanna á svæðinu.

Í áfengislagafrumvarpi þingmannsins Vilhjálms Árnason, þar sem lagt er til að áfengissala verði gefin frjáls - er einmitt bent á að það halli á landsbyggðina þegar dreifing vínbúða ÁTVR sé skoðuð.  

Þegar rýnt sé í fjarlægðir á milli búða og vöruúrval sjáist töluverður aðgengismunur á milli íbúa höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar.

 

Ruv.is greindi frá

 

 

15.09.2014 12:36

Aðvarnir vegna mengunnar á svæðinu

Almannavarnir Ríkislögreglustjóra sendu frá sér þessi tilmæli núna rétt fyrir hádegi:

 

Styrkur SO2 fer nú hratt upp á við á Kópaskeri og nágrenni. Öllum er ráðlagt að halda sig innandyra, loka gluggum og hækka í ofnum. Engir mælar eru á svæðinu en íbúar hafa orðið varir við mengunina. Almannanvarnadeild ríkislögreglustjóra vill minna á töflu um möguleg heilsuáhrif og rétt viðbrögð eftir styrkleika:http://ust.is/einstaklingar/loftgaedi/so2#Tab1

 

09.09.2014 11:50

Fjalla-Steini leitar að myndum

 

Göngugarpurinn Þorsteinn Jakobsson, gjarnan nefndur Fjalla-Steini er að vinna að bók til styrktar krabbameinssjúkra barna en í henni verður fjallað um rúmlega 100 bæjarfjöll með lýsingu á gönguleiðum á þau. Honum vantar myndir af Snartarstaðanúp og Kollufjalli og einnig ef einhver lumar á góðum göngulýsingum eru þær vel þegnar. Þeir sem telja sig geta aðstoðað meiga endilega hafta samband við hann í síma 892-5110 eða með tölvupósti á netfangið fjallasteini@fjallasteini.is

Hægt er að skoða verkefnið nánar á síðunni fjallasteini.is

 • 1