11.10.2014 14:26

Friðrik í Sunnufelli 96 ára

 

5.október sl. varð Friðrik Jónsson 96 ára.

 

Friðrik ólst upp í Sandfellshaga í Öxarfirði en bjó lengst af á Kópaskeri í húsi sem hann og kona hans Anna Ólafsdóttir byggðu. ( Sunnufell)

Friðrik er nú búsettur á Akureyri

 

Í sumar kom Friðrik í heimsókn á heimaslóðir og dvaldi hér ásamt Kristínu dóttur sinni í 4 nætur.  Fóru þau víða um og voru hin hressusutu, sögðu sögur og höfðu gaman.  Friðrik var mjög brattur og ekki hægt að sjá á honum að hann nálgaðist 100 árin.

 

Í tilefni dagsins skrapp Friðrik til Berlínar ásamt Árna Viðari syni sínum, en flugvélinni flaug alnafni og barnabarn, Friðrik Ólafsson.  Afmælis"barnið" fékk að sitja frammí hjá barnabarni sínu og fékk afmælisköku í tilefni dagsins um borð.

 


 


 


 

 

 

 

 

 

29.09.2014 20:25

Hrútadagurinn á Raufarhöfn

Hrútadagurinn á Raufarhöfn

verður haldin hátíðlegur þann 4. október 2014 í Faxahöllinni kl 15:00     :0

0.

Ýmislegt spennandi verður á dagskrá og má þá nefna:

  • Guðni Ágústsson verður á staðnum og setur daginn
  • sölubásar með ýmsan varning og kjötsúpa til sölu
  • Kótelettufélag Íslands kemur á svæðið og velur besta kótelettuhrútinn
  • skemmtiatriði frá hrútavinafélaginu Örvari
  • ómskoðun og stigunn á líflömbum
  • hrútahlaup sem enginn ætti að missa af
  • hrútadagsnefnd stígur á svið með óvænta uppákomu
  • svo er rúsínan í pylsuendanum, sala á hrútum sem gæti endað með uppboði

Ekki er allt gamanið búið því kl. 21:00 komum við saman í félagsheimilinu Hnitbjörgum og förum á hagyrðingakvöld sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.Þar fer einnig fram verðlaunaafhending fyrir afurðahæstu ánna og ekki má gleima Jóhannesi Kristjánssyni eftirhermu sem skemmtir okkur einsog honum er einum lagið.

Hagyrðingar kvöldsins eru Jónas Friðrik Guðnason, Ágúst  Marínó Ágústsson, Friðrik Steingrímsson, Jóhannes Sigfússon og stjórnandi er Birgir Sveinbjörnsson.

Við endum svo kvöldið með stórskemmtilegum dansleik með Dansbandinu frá Akureyri.

Aðgangseyrir á hagyrðingakvöldið og ballið er 4500 krónur.

Ekki láta þennan glæsilega og einstaka dag framhjá þér fara en hér ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Svo viljum við minna á síðuna okkar á facebook 

https://www.facebook.com/events/701397533281415/?fref=ts

 

29.09.2014 20:16

Heimsókn frá Húsavík

Fimmtudaginn 25. september komu góðir gestir í heimsókn í Stórumörk og fleiri staði í Norðurbænum.

Þetta voru heimilismenn í Hvammi á Húsavík og frá hjúkrunnardeildinni Skógarbrekku, ásamt góðu starfsfólki og  bílstjóra. Veðrið var gott, bjart og logn mest allann daginn.  Alls voru um 70 manns saman komin í Stórumörk þennan dag.

Boðið var upp á Kjötsúpu að hætti húsins, rjómapönnukökur og kaffi.

Takk fyrir komuna.

Anna Lára Jónsdóttir

 

 

 

 

Fleiri myndir í myndaalbúmi: http://kopasker.123.is/photoalbums/265713/

 

Myndir: Erla Kristinsdóttir

Texti: Anna Lára Jónsdóttir

 

 

  • 1