28.01.2015 20:23

Þorrablótið 2015 afstaðið

Um helgina var haldið þorrablót í Pakkhúsinu á Kópaskeri

Fjöldi þátttakenda var í lágmarki, eða milli 130-140 eftir því sem undirritaður kemst næst. 

 

Var þetta hin mesta skemmtun og var óspart gert grín að helstu þátttakendum í samfélaginu.   

Vefstjóri fékk margar pillur og á líklega ekki eftir að jafna sig fyrr en seint og um síðir, eða þar til í síðasta lagi um aðra helgi þegar þorrablót Keldhverfunga fer fram í Skúlagarði.

 

Ég á engar myndir, en ég set hér inn tengil á vídeoatriði sem Ottó bróðir gerði ásamt góðum hópi fólks.

 

Þorrblótsatriði 2015

 

 

Kosin var nefnd til að sjá um blótið að ári og í henni eru:

Olga Gísladóttir, Kristín Gunnarsdóttir, Haukur Marinóson, Inga Sigurðardóttir, Elvar Már Stefánsson, Ómar Gunnarsson og til vara Hildur Óladóttir

24.01.2015 13:59

Landvarðanámskeið 2015

ATH. Beðist er velvirðingar á mistökum sem gerð voru í auglýsingu um landvarðanámskeið, sem send var út núna fyrr í vikunni. Mistökin hafa nú verið leiðrétt.

Landvarðanámskeið 2015

Núna 12. febrúar – 8. mars verður haldið námskeið í landvörslu. Þátttaka í námskeiðinu veitir landvarðaréttindi og nemendur sem ljúka landvarðanámskeiði ganga fyrir um landvarðastörf í þjóðgörðum og öðrum friðlýstum svæðum.

Námskeiðsgjald er kr. 155.000. Kennt er um helgar og á kvöldin á virkum dögum og námskeiðið spannar tæpar 100 klukkustundir.  Hluti námskeiðsins verður kenndur í fjarkennslu. Námskeiðið er háð því að næg þátttaka fáist.

Námskeiðið er á vegum Umhverfisstofnunar og umsóknum skal skilað rafrænt eða bréflega til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24 eða í tölvupósti  á netfangið ust@ust.is  fyrir 30. janúar. Í umsókn skal koma  fram nafn, kennitala, heimilisfang, stutt ferilskrá, sími og netfang. Skilyrði er að umsækjendur séu fæddir 1995 eða fyrr.

Nánari upplýsingar veitir Jón Björnsson hjá Umhverfisstofnun, jonb@ust.is . Einnig er hægt að skoða eftirfarandi slóð http://ust.is/einstaklingar/frettir/frett/2015/01/08/Landvardanamskeid-2015-/

Með kveðju fyrir hönd Vatnajökulsþjóðgarðs,

Guðrún (gudrun@vjp.is)

 

 

 

16.01.2015 19:16

Rauðanesganga Ferðafélagsins Norðurslóðar, sunnudaginn 18.janúar

Rauðanesganga 18.janúar

 

Rauðanesganga Ferðafélagsins á sunnudaginn Ferðafélagið Norðurslóð óskar félögum sínum til hamingju með hækkandi sól og boðar til fyrstu göngu ársins. Hún verður farin sunnudaginn 18. janúar um Rauðanes í Þistilfirði.

Á göngunni má sjá ótal fallegar bergmyndanir, hella, gatkletta og fuglabjörg. Þetta er auðfarin gönguleið, um 7 km. Lagt verður upp frá upplýsingaskilti kl. 13:00.

Mætum vel skóuð og klædd eftir veðri, og ekki skemmir að hafa með sér nestisbita og heitan drykk á brúsa.

 

Mynd: Sonja Súsanna Hallgrímsdóttir

08.01.2015 12:45

Þorrablót á Kópaskeri 2015

Þorrablót á Kópaskeri 2015

 

,,Nýja kvenfélagið“ ætlar að halda þorrablót í Pakkhúsinu Kópaskeri laugardaginn 24.janúar, næstkomandi.

Hvetjum fólk til að skrá sig sem allra fyrst eða fyrir miðvikudaginn 21.janúar.

 

Dagskrá:

19:00 – Húsið opnar

20:00 – Borðhald hefst

23:30 – Dansleikur

 

ATH: Áfengissala verður ekki á staðnum

 

Veislustjóri verður Logi Bergmann

 

Hljómsveitin SOS mun leika fyrir dansi

 

 

Verð

 

Matur og dansleikur 6.800kr

 

Dansleikur 2.500kr

 

 

Borðapantanir berist í síma 849-3539 – Kristín Ósk

 

Allir velkomnir

 

Allur ágóði rennur til næsta þorrablóts.

 

Í lok borðhalds verður tilkynnt ný nemd fyrir þorrablót 2016.

 

01.01.2015 17:17

Sigurður læknir fékk fálkorðu í dag

 

Skrifstofa forseta Íslands greinir frá því á vef sínum í dag, 1.janúar 2015 að forseti Íslands hafi sæmt ellefu Íslendinga heiðursmerki hinar íslensku fálkaorðu.
 

Einn þeirra tilnefndu er Sigurður Halldórsson héraðslæknir, Kópaskeri, riddarakross fyrir
læknisþjónustu á landsbyggðinni.

 

 

http://www.forseti.is/media/PDF/2015_01_01_ordan.pdf

 

 

Það þarf ekki að kynna Sigurð frekar, við þekkjum hann vel og vitum hvað hann hefur starfað vel sem læknir alla sína starfsæfi.

 

Vefritari óskar Sigurði til hamingju með þessa viðurkenningu.

 

  • 1

Vefmyndavél Magnavíkur

Vefmyndavél á Tjörnesi

Vefmyndavél Hófaskarð

Tenglar

Flettingar í dag: 332
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 609
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1431384
Samtals gestir: 231392
Tölur uppfærðar: 29.1.2015 18:00:08