08.10.2015 19:57

Aðalfundur Landsbyggðin lifi

Landsbyggðin lifi - LBL, er hreyfing fólks á Íslandi sem vill örva og efla byggð um land allt. Samtökin eru regnhlífarsamtök félaga og einstaklinga sem áhuga hafa á landsbyggðamálum.

 

Aðalfundarboð

Aðalfundur Landsbyggðin Lifi – LBL verður haldinn  laugardaginn 10. október 2015, klukkan 13:30  í húsnæði Skjálftasetursins  (skólahúsinu) á Kópaskeri.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Önnur mál

 

Ef einhverjir utan stjórnar hafa áhuga á að komast í aðalstjórn eða varastjórn samtakana er því tekið fagnandi. Mörg spennandi verkefni eru í farvatninu og sum þeirra komin af stað.  Vinsamlegast  hafið  samband við Sigríði Svavarsdóttur, gjaldkera ef þig langar að ganga til liðs með okkur.

Þeim félögum sem hafa hug á að nýta ferð með stjórnarmönnum er bent á að hafa samband við Siggu Svavars. Netfangið er: landlif@landlif.is, eða melateigur@gmail.com   Sími 7729632

--------

Byggðaþing veður haldið frá 10-12 á sama stað.

Allir velkomnir, bæði á byggðaþingið og aðalfundinn!

Stjórn LBL

 

 

07.10.2015 22:36

Skrifstofuskólinn - Fjarnám

Skrifstofuskólinn er 240 kest. námsleið sem má meta til allt að 18 eininga á framhaldsskólastigi. Námið er ætlað þeim sem eru eldri en 20 ára og hafa stutta formlega skólagöngu. 

Helstu námsþættir: 

Sjálfstyrking og samskipti, námstækni, tölvu– og upplýsingatækni, verslunarreikningur og bókhald, þjónusta, enska og færnimappa. 

Verð 47.000,- (með fullri niðurgreiðslu stéttarf. er verðið 11.750). 

Námið hefst í október og fer fram í gegnum kennsluvefinn Moodle. Nemendur hitta kennara 1-2 í mánuði í kennslustund/stoðtímum. Námið hentar vel þeim sem eru í vinnu eða vilja hafa frjálsan tíma til að sinna náminu.  
Skráning í síma 464-5100. 

07.10.2015 22:34

Kynning á íslenskunámi fyrir útlendinga

Kynning verður haldin á Landnemaskólanum, 120 kennslustunda námsleið fyrir nýbúa, þar sem lögð er áhersla á nám í íslensku, tölvum, samfélagsfræðslu ofl.

Kynningin mun fara fram í Búðinni á Kópaskeri þann 14. október nk. klukkan 18:00. Við hvetjum alla  til að mæta og kynna sér málið.

Námið kostar einstakling sem borgar í Framsýn aðeins 5.600. Það verð miðast við 75% endurgreiðslu á námskeiðsgjöldum frá stéttarfélagi.

 

 

07.10.2015 07:41

Samgönguráðstefna Norðurhjara:

Samskipti, samfélag og þróun

Mikilvægi bættra samgangna kom skýrt fram í máli frummælenda og gesta á samgönguráðstefnu Norðurhjara, ferðaþjónustusamtaka nú í lok september. Ráðstefnan var haldin í Skúlagarði í Kelduhverfi og var fjölsótt af ferðaþjónustuaðilum, sveitarstjórnarfólki, íbúum svæðisins og aðliggjandi svæða, þingmönnum kjördæmisins, starfsfólki stoðkerfisins og fleirum. Starfssvæði Norðurhjara er frá Kelduhverfi austur á Bakkafjörð.

Allir lögðu þunga áherslu á og viðurkenndu nauðsyn þess að vegi 862 frá Ásbyrgi upp að Dettifossi yrði lokið og þannig komið á tengingu við þjóðveg 1 ogMývatnssveit. Það gerir svokallaðan Demantshring greiðfæran, en slíkar hringleiðir eru  mjög mikilvægar í ferðamennsku. Vegurinn er líka öryggismál fyrir ferðamenn og íbúa, og um leið byggðaþróunarmál. Ávinningurinn af veginum verður mikill og margþættur, en óvissa ríkir um síðasta kaflann í tengingunni.

Á sama hátt er mikilvægt að leggja bundið slitlag á veginn yfir Brekknaheiði og á Langanesströnd en það eru einu kaflarnir á norðausturvegi 85 sem vantar bundið slitlag. Auk þess að tengja saman byggðirnar á Þórshöfn og Bakkafjörð liggja miklir möguleikar í þeirri hringleið (Mývatn, Vopnafjörður, Þórshöfn, (Raufarhöfn), Hófaskarð, Kópasker, Húsavík).

Þá má nefna veginn út að Rauðanúpi og fyrir Sléttu sem ferðamenn nota í vaxandi mæli, en er afar slæmur af viðhaldsleysi.

Einnig var rætt um efnahagslegan ávinning samgangna, forgangsröðun, ódýrari hönnun í vegagerð, viðhald, snjómokstur, rannsóknir ferðamála, flugsamgöngur, netsamband og jafnvel rafmagn á svæðinu, og margt fleira.

Framsögumenn voru Gunnar Jóhannesson formaður Norðurhjara, Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings, Jón Þorvaldur Heiðarsson lektor við Háskólann á Akureyri, Hreinn Haraldsson forstjóri Vegagerðarinnar og Höskuldur Þórhallsson formaður umhverfis- og samgöngunefndar.

Norðurhjari þakkar frummlendum og ráðstefnugestum fyrir komuna og góðar umræður. Með ráðstefnunni og aukinni umræðu um samgöngur á svæðinu vonast Norðurhjari til að vekja athygli á nauðsyn úrbóta í þessum efnum, þar sem samgöngur hafa mikil áhrif á þróun byggðar og atvinnuvega. 

Sú mikla fjölgun ferðamanna sem orðið hefur á landinu síðustu  ár hefur ekki skilað sér í sama mæli á svæði Norðurhjara. Rannsóknir sýna hrópandi mismun á milli staða innan Þingeyjarsýslu í aðsókn ferðamanna, þar sem Norðurhjarasvæðið fer halloka. Þar hafa samgöngur mikið að segja.

 

Gunnar Jóhannesson, formaður Norðurhjara í pontu

04.10.2015 22:27

Píanó og þverflauta að leik Tónleikar í skólahúsinu á Kópaskeri föstudaginn 9. október kl. 20:30

 

Píanó og þverflauta að leik

Tónleikar í skólahúsinu á Kópaskeri

föstudaginn 9. október kl. 20:30

 

Steinunn Halldórsdóttir, píanó

og Adrianne Davis, þverflautu

 

 

 

Þær Adrianne og Steinunn hófu báðar tónlistarnám á unga aldri.  Þær starfa við Tónlistarskóla Húsavíkur og eru okkur að góðu kunnar.

Á þessum fjórðu tónleikum Flygilvina á árinu munu þær Steinunn og Adrianne flytja fjölbreytta tónlist fyrir píanó og þverflautu, auk einleiksverka fyrir píanó.

 

Miðaverð er krónur 1.500 en ókeypis fyrir nemendur á grunnskólaaldri.

 

Flygilvinir – tónlistarfélag við Öxarfjörð

 

 

 

02.10.2015 22:02

Hrútadagurinn er á morgun, 3.október

 

 

Laugardagur 3. okt

 

Hrútadagskrá- Faxahöll

 

 

Ýmislegt spennandi verður á dagskrá og má þá nefna:

 • Gísli Einarsson verður á staðnum og setur daginn
 • Sölubásar með ýmsan varning.
 • Kjötmatssérfræðingur verður á staðnum og sýnir hvernig matið fer fram
 • Rúningskappar sýna réttu tökin
 • Barnadagskrá
 • Hrútahlaup sem engnn má missa af
 • Hrútadagsnefnd stígur á svið með óvænta uppákomu
 • Kótilettufélagið mætir á staðinn og velur kótilettuhrútinn!
 • Rúsínan í pylsuendanum- sala á hrútum sem gæti endað með uppboði og margt fleira..

Staðsetning: Faxahöll

Tími: 14:00-18:00

Næring

Hlaðborð á Hótel Norðuljósum– minnum á að panta þarf borð í síma 465-1233

Gallerý Ljósfang verður opið með léttari rétti á boðstólnum, pylsur og fleira.

Tími: 18:00-20:00

Skemmtikvöld- Hnitbjörg

Hagyrðingar mæta á svæðið og hagyrðast eins og þeim einum er lagið.  Á milli vísna verða tónlistaratriði í boði Kidda Halldórs.

Tími: 20:00-23:00

 

Hrútadagsball- Hnitbjörg

Þá er ekkert eftir nema að skella sér í gúmmara, lopapeysuna,  fylla á pelann og arka á ball.

Dansband Akureyrar leikur fyrir dansi og er ekki búist við öðru en argandi skemmtilegheitum á ballinu.

Nú skal slett úr klaufum sem aldrei fyrr!

Gísli Einarsson sjónvarpsmaður verður kynnir yfir daginn og leiðir alla skemmtun!

Verð: Skemmtikvöld og Hrútadagsball: 4500 kr

Verð: Hrútadagsball: 3000 kr

Ef húsið er yfirgefið fyrir 23:00  fást 1500 kr. endurgreiddar  gegn framvísun miðans

 

 

 
 

28.09.2015 09:06

Samgönguráðstefna Norðurhjara 29.september kl 13:00 í Skúlagarði

Samgönguráðstefna Norðurhjara 

Ráðstefna Norðurhjara um samgöngur og ferðamál verður haldin þriðjudaginn 29.
september nk. í Skúlagarði í Kelduhverfi og hefst kl.13:00. 
Samgöngur hafa mikil áhrif á þróun byggðar og atvinnuvega. Norðurhjari -
ferðaþjónustusamtök leggja mikla áherslu á bættar samgöngur inn á starfssvæði
samtakanna og innan þess, en svæðið er frá Kelduhverfi austur á Bakkafjörð. 
Framsögu hafa Kristján Þór Magnússo n sveitarstjóri Norðurþings, Jón Þorvaldur
Heiðarsson lektor við Háskólann á Akureyri, Höskuldur Þórhallsson formaður
umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis og Hreinn Haraldsson forstjóri
Vegagerðarinnar, auk fulltrúa ferðaþjónustuaðila innan Norðurhjara. 
Ráðstefnan er öllum opin og eru ferðaþjónustuaðilar, sveitarstjórnarfólk og aðrir
áhugasamir hvattir til að mæta. 

Með kveðju, 
Halldóra Gunnarsdóttir Norðurhjari - ferðaþjónustusamtök 
verkefnisstjóri nordurhjari@simnet.is 855-1511 

25.09.2015 13:55

Tilkynning til notenda Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs á Kópaskeri og Núpasveit athugið

 

Ráðgert er að fara í viðgerð á Kópaskerslögn Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs á morgun, laugardaginn 26.september.

 

Lögnin verður tekin í sundur í kvöld, föstudaginn 25.sept kl 23:00 og því verður hitalaust frá þeim tíma og fram eftir degi á morgun.

 

Verið er að gera við bilun sem kom upp í ágúst við dæluhúsið við Silfurstjörnu.

23.09.2015 21:46

Aðalfundur Landsbyggðin Lifi - LBL verður haldinn laugardaginn 10. október 2015, klukkan 13:30

 

 

Landsbyggðin lifi - LBL, er hreyfing fólks á Íslandi sem vill örva og efla byggð um land allt. Samtökin eru regnhlífarsamtök félaga og einstaklinga sem áhuga hafa á landsbyggðamálum.

 

Aðalfundarboð

 

Aðalfundur Landsbyggðin Lifi – LBL verður haldinn  laugardaginn 10. október 2015, klukkan 13:30  í húsnæði Skjálftasetursins  (skólahúsinu) á Kópaskeri.

 

Venjuleg aðalfundarstörf.

Önnur mál

 

Ef einhverjir utan stjórnar hafa áhuga á að komast í aðalstjórn eða varastjórn samtakana er því tekið fagnandi. Mörg spennandi verkefni eru í farvatninu og sum þeirra komin af stað.  Vinsamlegast  hafið  samband við Sigríði Svavarsdóttur, gjaldkera ef þig langar að ganga til liðs með okkur.

Þeim félögum sem hafa hug á að nýta ferð með stjórnarmönnum er bent á að hafa samband við Siggu Svavars. Netfangið er: landlif@landlif.is, eða melateigur@gmail.com   Sími 7729632

 

--------

Byggðaþing veður haldið frá 10-12 á sama stað.

 

Allir velkomnir, bæði á byggðaþingið og aðalfundinn!

 

Stjórn LBL.

17.09.2015 17:48

Dagskrá Menningar- og Hrútadaga á Raufarhöfn 26. September- 3. Október

Dagskrá Menningar- og Hrútadaga á Raufarhöfn 26. September- 3. Október.

 

Laugardagur 26. sept

Fyrirtækja barsvar– fyrirtæki bæjarins mæta hvert öðru í æsispennandi spurningakeppni.  Lið geta skráð sig hjá Ingibjörgu í síma 855-1160, tveir í liði. Allir hvattir til að koma og hvetja liðin áfram!

Staðsetning: Félaginn Bar

Tími: 20:00

 

Sunnudagur 27. sept

Gönguferð

Halldóra  hjá Ferðafélaginu Norðurslóð leiðir gönguferð um svæðið. 

Staðsetning: Mæting við Heimskautsgerðið

Tími: 11:00

 

Raufarhafnarsögur-Sagnadagur

Hugmyndavinna um sagnaarfinn sem tengist Raufarhöfn og hvernig væri hægt að gera meira úr honum.

Fræðsla um hvernig hægt er að nýta það að segja sögur, t.d. í tengslum við ferðaþjónustu, í skólum og félagsstarfi.

Dagskrá sagnadagsins hentar öllum sem hafa áhuga á sögum, líka þeim sem ekki telja sig hafa hæfileika til segja sögur.  Sigurborg og Ingi Hans koma frá Grundarfirði og hafa mikla reynslu af að segja sögur og halda sagnanámskeið.  Frítt!

Staðsetning: Félaginn Bar

Tími: 14:00

 

Mánudagur 28. sept

Raufarhafnarsögur– sagnakvöld

Opið sagnakvöld með Raufarhafnar– og allskonar sögum. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir!

Sigurborg og Ingi Hans leiða kvöldið

Staðsetning: Hnitbjörg

Tími: 20:00

 

Þriðjudagur 29. sept

Bíó

Bíó fyrir börnin klukkan 17:00 og fullorðinsbíó klukkan 20:00. Popp og gos selt á staðnum.

Staðsetning: Hnitbjörg

 

Miðvikudagur 30. sept

Fatamarkaður- Rósin Tískuverslun

Staðsetning: Hnitbjörg

Tími: 15:00-18:00

 

Félagsvist

Staðsetning: Hnitbjörg

Tími: 19:30

 

Fimmtudagur 1. okt

Skrínukostur

Eins og fyrri ár verður haldin skrínukostur.  Allir koma með veitingar á hlaðborð og eiga góða stund saman. Aðilar sem hafa áhuga á að koma með innslag á skrínukost mega setja sig í samband við einhvern úr nefndinni.

Staðsetning: Hnitbjörg

Tími: 18:30

 

Föstudagur 2. okt

Tónleikar með Bjartmari Guðlaugssyni

Upphitun fyrir Hrútadaginn er  í  höndum Bjartmars og við treystum honum fyllilega fyrir því.

Staðsetning: Hnitbjörg

Tími: 20:00– 22:00

Verð: 2000 kr

 

Félaginn Bar opinn frá klukkan 22:00

 

Laugardagur 3. okt

Hrútadagskrá- Faxahöll

 

Ýmislegt spennandi verður á dagskrá og má þá nefna:

 • Gísli Einarsson verður á staðnum og setur daginn
 • Sölubásar með ýmsan varning.
 • Kjötmatssérfræðingur verður á staðnum og sýnir hvernig matið fer fram
 • Rúningskappar sýna réttu tökin
 • Barnadagskrá
 • Hrútahlaup sem engnn má missa af
 • Hrútadagsnefnd stígur á svið með óvænta uppákomu
 • Kótilettufélagið mætir á staðinn og velur kótilettuhrútinn!
 • Rúsínan í pylsuendanum- sala á hrútum sem gæti endað með uppboði og margt fleira..

Staðsetning: Faxahöll

Tími: 14:00-18:00

Næring

Hlaðborð á Hótel Norðuljósum– minnum á að panta þarf borð í síma 465-1233

Gallerý Ljósfang verður opið með léttari rétti á boðstólnum, pylsur og fleira.

Tími: 18:00-20:00

Skemmtikvöld- Hnitbjörg

Hagyrðingar mæta á svæðið og hagyrðast eins og þeim einum er lagið.  Á milli vísna verða tónlistaratriði í boði Kidda Halldórs.

Tími: 20:00-23:00

 

Hrútadagsball- Hnitbjörg

Þá er ekkert eftir nema að skella sér í gúmmara, lopapeysuna,  fylla á pelann og arka á ball.

Dansband Akureyrar leikur fyrir dansi og er ekki búist við öðru en argandi skemmtilegheitum á ballinu.

Nú skal slett úr klaufum sem aldrei fyrr!

Gísli Einarsson sjónvarpsmaður verður kynnir yfir daginn og leiðir alla skemmtun!

Verð: Skemmtikvöld og Hrútadagsball: 4500 kr

Verð: Hrútadagsball: 3000 kr

Ef húsið er yfirgefið fyrir 23:00  fást 1500 kr. endurgreiddar  gegn framvísun miðans

ATH: rangt verð í Skeglunni!

 

 

 

 • 1