05.03.2015 19:57

Frestun ársfundar af óviðráðanlegum orsökum!

                                                                                                 
 

 

Ársfundur norðursvæðis

 

Frestun ársfundar af óviðráðanlegum orsökum!

 

Ársfundur norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs sem halda átti í sal Framsýnar á Húsavík þann 9. mars næstkomandi  er frestað um óákveðinn tíma.

 

Nánari dagsetning auglýst síðar.

 

Svæðisráð norðursvæðis

04.03.2015 22:49

Aðalfundur Ferðafélagsins Norðurslóðar

Aðalfundur Ferðafélagsins Norðurslóðar

 

Ferðafélagið Norðurslóð heldur aðalfund sinn mánudagskvöldið 9. mars kl. 20:00 í Öxarfjarðarskóla í Lundi.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, svo sem skýrsla stjórnar og reikningar, inntaka nýrra félaga, kosningar og önnur mál. Ferðaáætlun Norðurslóðar 2015 verður kynnt, einnig litið yfir farinn veg og horft til framtíðar. Ýmislegt nýtt er á seyði hjá félaginu.

Fundurinn er öllum opinn, allir eru hjartanlega velkomnir.

Enginn lendir í stjórn ef hann vill það ekki. 

 

Halldóra Gunnarsdóttir

formaður Ff. Norðurslóðar

 

 

03.03.2015 21:58

Ársfundur norðursvæðis Jarðhræringar í Bárðarbungu - hvers er að vænta?

                                                                                                
 

 

Ársfundur norðursvæðis

 

Jarðhræringar í Bárðarbungu – hvers er að vænta?

 

Ársfundur norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs verður haldinn í sal Framsýnar á Húsavík (Garðarsbraut 26) þann 9. mars næstkomandi  kl. 16.00. Þema fundarins verður jarðhræringar í Bárðarbungu með áherslu á framhaldið varðandi virkni á svæðinu og horfur um aðgengi.

 

Dagskrá

 

16:00 - 16:05 Fundurinn settur:  Böðvar Pétursson formaður svæðisráðs.

16:05 - 16:35 Jarðhræringar í Bárðarbungu, sviðsmyndir 2015: Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.

16:35 - 17:05 Aðgengi og forsendur þess, helstu sviðsmyndir:  Björn Oddsson sérfræðingur hjá Almannavörnum eða Víðir Reynisson deildarstjóri hjá Almannavörnum.

17:05 - 17:20 Kaffihlé

17:20 - 17:30 Að jarðhræringum loknum: Ferðamennska í og við Holuhraun. Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðsvörður.

17:30 - 18:00 Umræður

 

Fundarstjóri: Böðvar Pétursson

25.02.2015 00:43

Montið - helgi fyrir handverks og ferðaþjónustufólk

Montið

 

Montið - helgi fyrir handverks og ferðaþjónustufólk

verður haldið í Svalbarðsskóla dagana 21-22 mars. Fyrri dagurinn verður tileinkaður

handverki og verður dagskráin frá kl 13-18, þar sem í boði verður

 skemmtileg blanda af fróðleik og umræðum fyrir handverksfólk af öllu

 svæðinu frá Bakkafirði til Kelduhverfis.

 Á sunnudeginum verður síðan sett upp smá kaffihúsastemming og

 kynningarbásar þar sem gestir og gangandi geta komið og kynnt sér

 starf handversfólks og ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Þeir sem standa

 að þessari helgi eru Ferðafélagið Súlan, Langanesbyggð,

 Svalbarðshreppur og Þekkingarnet Þingeyinga, en Vaxtasamningur

 Norðausturlands styrkti verkefnið. Þeir handverks eða

 ferðaþjónustuaðilar sem vilja taka þá þurfa að tilkynna þátttöku til

 Mirjam á Ytra Lóni fyrir 12. mars.

 

Mirjam s: 468-1242,

 846-6448 eða ytralon1@simnet.is

24.02.2015 11:53

Frestun á íbúafundum sem halda átti í dag, þriðjudaginn 24.febrúar

Íbúafundum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. sem halda átti í Lundi og á Húsavíkí dag þriðjudaginn 24.febrúar, hefur verið frestað vegna veðurútlits.

Þessi tilkynning kom fram í fréttum RUV kl 11 í morgun

ríkislögreglustjóri almannavarnir

 

 

23.02.2015 19:12

Íbúafundur í Lundi og Húsavík á morgun, þriðjudag

Íbúafundir í Öxarfirði og á Húsavík

Þriðjudaginn 24. febrúar verða tveir almennir upplýsingafundir fyrir íbúa, annars vegar í Lundi í Öxarfirði klukkan 17:00 og hins vegar á Húsavík klukkan 20:00, vegna jarðhræringanna í Bárðarbungu og eldgossins í Holuhrauni. Fundirnir eru í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Í umdæminu hefur komið fyrir að mælst hefur mikil SO2 gasmengun frá eldggosinu í Holuhrauni og má búast við auknum áhrifum gass í vor og sumar miðað við spákortin.

ríkislögreglustjóri almannavarnir

 

Á fundunum munu fulltrúar frá Veðurstofu Íslands, Umhverfisstofnun, Sóttvarnalækni og Jarðvísindastofnun fjalla um stöðuna á eldgosinu og fara yfir jarðhræringarnar í Bárðarbungu. Þá verða til umræðu áhrif og viðbrögð við gasmengun, hugsanlegt öskufall og flóð vegna eldgoss undir jökli og önnur tengd mál.

 

 

Fundirnir verða í Lundi Öxarfirði klukkan 17:00 og í Framsýnarsalnum á Húsavík klukkan 20:00

Íbúar eru hvattir til að koma á fundina og kynna sér þau mál, sem þar eru til umfjöllunar.

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra,
Halla Bergþóra Björnsdóttir.

  • 1

Vefmyndavél Magnavíkur

Vefmyndavél á Tjörnesi

Vefmyndavél Hófaskarð

Tenglar

Flettingar í dag: 20
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 537
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 1451467
Samtals gestir: 232896
Tölur uppfærðar: 7.3.2015 01:33:09