14.11.2014 23:29

PIECESes and BOXESes áfram opin um helgina á Kópaskeri

 

PIECESes and BOXESes er sýning tíu ungra listamanna sem ferðast um heiminn.

Sýningin er í skólahúsinu á Kópaskeri og er opin frá kl 13-15 laugardaginn 15.nóv og sunnudaginn 16.nov

 

Meðal listamanna er Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Kópaskeri og er verkið hér að neðan hennar

 

 

Frá sýningunni í skólahúsinu á Kópaskeri

 

 


Byrjunin á þessu samstarfsverkefni má rekja til þáttöku okkar í Project Network á Guldagergaard, alþjóðlega keramik rannsóknarsetrinu í Danmörku. Tíu lítil verk sem við unnum meðan á sex vikna dvöl okkar stóð verða nú sýnd tíu sinnum, í átta mismunandi löndum á sýningum sem hver og einn listamaður skipuleggur í heimabæ sínum.

Þessi sýning mun ferðast 33,511 kílómetra um heiminn, frá Danmörku til Svíþjóðar, Póllandi til Kóreu, Bandaríkjanna til Kanada, Íslandi til Þýskalands og þaðan aftur til Danmerkur. Hver netverji mun skrásetja sitt sýningarferli, þar með talið leit að sýningarstað, kynningu, fjáröflun fyrir ferðakostnaði og opnun sýningarinnar á vefsíðunni okkar http://www.piecesesandboxeses.wordpress.com. Þessir þættir skrásettningarinnar og ferlið er eins jafn mikilvægt og verkin sjálf. Stendur fyrir áframhaldandi samtali okkar ljær framþróun verkefnisins rödd.

Hvert og eitt verk sem sýnd eru í PIECESes and BOXESes er undir 10 rúmsentimetrum. Framsetning verkanna er eins fjölbreytt og sýningarrýmin. Það sem þær þó eiga sameiginlegt eru þessi tíu verk, hvert og eitt gert úr Royal Copenhagen postulíni, og handteiknað svart-hvítt kort af heiminum. Á ferðalagi sýningarinnar vinna listamennirnir saman af því að teikna þeirra hluta af veröldinn. Ferðalagið verður markað á kortið og mun ljá sögu hlutanna samhengi.

12.11.2014 19:05

PIECESes and BOXESes

 

PIECESes and BOXESes er sýning tíu ungra listamanna sem ferðast um heiminn.

 

 

 

Byrjunin á þessu samstarfsverkefni má rekja til þáttöku okkar í Project Network á Guldagergaard, alþjóðlega keramik rannsóknarsetrinu í Danmörku. Tíu lítil verk sem við unnum meðan á sex vikna dvöl okkar stóð verða nú sýnd tíu sinnum, í átta mismunandi löndum á sýningum sem hver og einn listamaður skipuleggur í heimabæ sínum.

Þessi sýning mun ferðast 33,511 kílómetra um heiminn, frá Danmörku til Svíþjóðar, Póllandi til Kóreu, Bandaríkjanna til Kanada, Íslandi til Þýskalands og þaðan aftur til Danmerkur. Hver netverji mun skrásetja sitt sýningarferli, þar með talið leit að sýningarstað, kynningu, fjáröflun fyrir ferðakostnaði og opnun sýningarinnar á vefsíðunni okkar http://www.piecesesandboxeses.wordpress.com. Þessir þættir skrásettningarinnar og ferlið er eins jafn mikilvægt og verkin sjálf. Stendur fyrir áframhaldandi samtali okkar ljær framþróun verkefnisins rödd.

Hvert og eitt verk sem sýnd eru í PIECESes and BOXESes er undir 10 rúmsentimetrum. Framsetning verkanna er eins fjölbreytt og sýningarrýmin. Það sem þær þó eiga sameiginlegt eru þessi tíu verk, hvert og eitt gert úr Royal Copenhagen postulíni, og handteiknað svart-hvítt kort af heiminum. Á ferðalagi sýningarinnar vinna listamennirnir saman af því að teikna þeirra hluta af veröldinn. Ferðalagið verður markað á kortið og mun ljá sögu hlutanna samhengi.

 

10.11.2014 21:15

Frá Framfarafélagi Öxarfjarðar

Fundarboð

 

 

 

Aðalfundur Framfarafélags Öxarfjarðarhéraðs verður haldinn fimmtudaginn 20. nóvember 2014 kl. 20:00 í Skólahúsinu,  Kópaskeri.

 

Dagskrá fundarins:

 

  1. Venjuleg aðalfundarstörf.
  2. Sagt frá starfi Landsbyggðin lifi.
  3. Önnur mál

t.d. sjúkraflutningar á svæðinu!

 

Stjórnin vonast eftir góðri mætingu á aðalfundinn og hvetjum sérstaklega yngra fólk til að mæta og taka þátt.

 

 

                                                             Stjórnin

 

03.11.2014 20:44

Haustgleði í Lundi

Haustgleði    

 

Við í unglingadeild Öxarfjarðarskóla munum halda okkar árlegu haustgleði fimmtudaginn 6. nóvember næstkomandi. Þar verður boðið uppá mat og skemmtiatriði. Gleðin hefst í Lundi klukkan 19:00. Pantanir þurfa að berast í síðasta lagi þriðjudaginn 4. nóvember í síma 4652244 eða á netfangið: lundur@kopasker.is

 

Í ár verður þemað tengt Grískri goðafræði

 

 

Verð:

Verð fyrir fullorðna : 2500 kr

Börn á grunnskólaaldri (6-16) : 1500 kr

Börn yngri en 6 ára frítt

Gos til sölu með matnum

Ekki er hægt að taka við kortum

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Með vinsemd og kveðju,   

Nemendur Öxarfjarðarskóla

03.11.2014 20:43

Ömmu- og afakaffi 10. nóvember í Lundi

Ömmu- og afakaffi 10. nóvember

Leikskóladeildir Öxarfjarðarskóla ætla að bjóða upp á ömmu- og afakaffi  mánudaginn 10. nóvember. Ömmu- og afakaffi er kl. 14:30 í Lundi en kl. 15:00 á Kópaskeri. Ef afi eða amma komast ekki, eru góðir vinir eða frændfólk velkomið í heimsókn.

Starfsfólk og nemendur leikskóladeilda hlakka til að sjá ykkur.

03.11.2014 20:40

Lísa á Daðastöðum og Skotta Íslandsmeistarar

Landsmót Smalahundafélags Íslands var haldið um síðustu helgi á Vorboðavelli við Blönduós

Núpsveitungurinn Lísa frá Daðastöðum og tíkin Skotta frá Daðastöðum vörðu Íslandsmeistaratitilinn frá í fyrra,  unnu A flokkinn og voru með 87 stig.

 

 

Dómarinn, Mosse Magnusson, kom frá Skotlandi og honum til aðstoðar kona hans Lotta.

Landsmót SFÍ fór fram á Vorboðavelli við Blönduós þann 1. nóvember. Til leiks voru skráðir 19 hundar. Þar af 6 í unghundaflokki, 3 í B-flokki og 10 í A-flokki. Verðurfræðingar voru búnir að stunda dálítinn hræðsluáróður fyrir mót, en það kom ekki í veg fyrir að smalar mættu með hunda sína héðan og þaðan af landinu.

A-flokkur.

Elísabet Gunnarsdóttir og Skotta frá Daðastöðum, 86 stig.

Gunnar Guðmundsson og Karven Taff frá Wales, 71 stig.

Gunnar Guðmundsson og Ólína frá Hafnarfirði, 63 stig.

Svanur Guðmundsson og Korka frá Miðhrauni, 60 stig.

Elísabet Gunnarsdóttir og Panda frá Daðastöðum, 57 stig.

 

Sjá nánar á síðu Smalahundafélags Íslands

 

http://smalahundur.123.is/

Kveðja, Guðrún S. K.

02.11.2014 21:53

Stuttmyndin Förin tekin upp í Garðskirkju

 

Stuttmyndin Förin tekin upp í Garðskirkju

 

 

 

 

Dagana 11.-14.nóvember fara fram tökur í Garðskirkju á 20 mínútna grínmynd með Helgu Brögu Jónsdóttur og Óla Jóni Gunnarssyni frá Efri-Hólum í aðalhlutverkum.

 

Leikstjórinn Georg Erlingsson Merritt heillaðist strax af fegurð svæðisins og sjarma kirkjunnar og ákvað að nota það sem tökustað í útskriftarmynd sinni frá Kvikmyndaskóla Íslands. Myndin verður sýnd í Ríkissjónvarpinu á næsta ári, Bíó Paradís og „svo er stefnan að sjálfsögðu tekin á erlendar kvikmyndahátíðir“ samkvæmt Georg.

  

Við Framleiðendur óskum eftir aukaleikurum fyrir hópsenu í kirkjunni dagana 11.-13. nóvember. Áhugasamir hafi samband við Hrund Ásgeirsdóttur í síma 616 6011 eða með tölvupósti á hrund@kopasker.is

 

Auk þess erum við að fjármagna sjálf og leitumst þess vegna eftir aðstoð í gegnum fjármögnuarsíðuna karolinafund.com.

https://www.karolinafund.com/project/view/652

 

Allir sem veita myndinni aðstoð eru að sjálfsögðu taldir upp í sérstökum þökkum í kreditlista myndarinnar.

Hægt er að fara margar leiðir í fjármögnun á síðunni karolinafund.com

 

31.10.2014 19:08

Sjúkraflutningamál Kópaskers og Raufarhafnar

Í fundargerð Bæjarráðs Norðurþings sem haldinn var í gærdag voru sjúkraflutningamál m.a. til umræðu.

 

Þetta  mál er viðkvæmt og snertir alla.

 

Hér kemur það sem ritað var í fundargerð um þessi mál:

 

 120. fundur bæjarráðs Norðurþings

haldinn  í stjórnsýsluhúsi Norðurþings,

 30. október 2014 og hófst hann kl. 16:00.

 

2.

201410116 - Sjúkraflutningar í Norðurþingi

 

Á fund bæjarráðs mættu Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) og Ásgeir Böðvarsson, framkvæmdastjóri lækninga við HSN, en stofnunin hefur átt í erfiðleikum með að manna stöðu sjúkraflutningamanna á Raufarhöfn, Kópaskeri og Þórshöfn. Að hluta til stafar þetta af fækkun íbúa á svæðinu og að hluta til vegna aukinna krafna til menntunar sjúkraflutningamanna. Til að mæta þessu hefur vaktsvæði bíls á Húsavík verið fært út að Lundi þ.e. út fyrir Jökulsá á Fjöllum. Þá er nú tvöföld vakt á sjúkrabílum á Þórshöfn og skiptst er á um að hafa vakt á bílunum á Kópaskeri og Raufarhöfn.
Fyrir utan núverandi stöðu þ.e. skort á menntun sjúkraflutningamanna þá eru sjúkraflutningar í norður sýslunni fáir á hverju ári sem stendur þjálfun fyrir þrifum. Nýjar kröfur eru gerðar til menntunar sjúkraflutningamanna valda því að nær ómögulegt er að finna aðila á svæðinu sem treystir sér í það nám sem nauðsynlegt er. Það er því þarft að breyta þessari þjónustu.

Tillagan sem unnið er með er sú að einungis verði mannaðir sjúkrabílar á Þórshöfn og Húsavík. Á Raufarhöfn og Kópaskeri yrði þá komið upp vettvangsliðakerfi. Myndi heilbrigðisþjónustan kosta þjálfun allt að 6-8 einstaklinga á hverjum stað. Vettvangsliði fær ákveðna grunnþjálfun til að veita fyrstu hjálp meðan beðið er eftir lækni og sjúkraflutningsmönnum. Fulltrúar HSN hafa verið í sambandi við Grím Kárason, Slökkviliðsstjóra Norðurþings um samstarf um mönnun vettvangsliða kerfisins þ.e. að þeir sem eru í slökkviliði Norðurþings tækju þetta hlutverk að sér. HSN mun kosta þjálfun allt að 6-8 manna á hverjum stað, standa fyrir árlegri endurþjálfun og útvega slökkviliðinu bíla sem geta nýst til fleiri verkefna. HSN myndi borga kostnað vegna útkalla.
HSN mun ekki spara á þessari breytingu enda er það ekki markmiðið. Sjúkraflutningum mun ekki fækka heldur flyst hann á þau tvö lið sem eftir verða.
Það er trú okkar að með þessum breytingum standi eftir betri neyðarþjónusta og öflugra slökkvilið.

HSN getur hinsvegar ekki haldið áfram með verkefnið án formlegs samstarfs við Norðurþing.

Bæjarráð þakkar Jóni Helga og Ásgeiri fyrir góða yfirferð og kynningu.

 

 

 

29.10.2014 23:34

Vantar fréttaefni

 

Ágætu lesendur

 

Eins og þið hafið tekið eftir er frekar rólegt yfir síðunni þessar vikurnar.  Það á sér margar skýringar sem ekki verða tíundaðar hér.

 

Ég óska eftir því að þið verðið dugleri að senda mér fréttir/auglýsingar og eða myndir frá viðburðum sem farið hafa fram.

 

Þannig dafnar síðan best, því það geta ekki allir verið allstaðar.

 

 

Ómar

  • 1