22.07.2015 20:58

Til hluthafa Verslunarhússins á Kópaskeri ehf

                                                                                                                       Kópaskeri 29.06.2015

 

Til hluthafa Verslunarhússins á Kópaskeri  ehf                            

   Ágætu hluthafar.Á stofnfundi félagsins, þann 27. febrúar árið 2014, söfnuðust kr 7.980.000,- í stofnhlutafé. Samkvæmt 4.gr stofnsamþykkta félagsins var stjórn félagsins heimilað að auka hlutafé félagsins í allt að kr 12.000.000,- og gilti sú heimild til 31. desember það ár. Í árslok 2014 var hlutafé félagsins kr 9.834.240,-. Á aðalfundi félagsins þann 22. júní 2015 var samþykkt samhljóða ,að veita stjórn heimild til þess að selja nýja hluti í félaginu fyrir allt að kr 2.165.760,- og auka þar með hlutafé félagsins í kr 12.000.000,- og gildir sú heimild til 31. maí 2016. Núverandi hluthafar eiga forkaupsrétt að nýjum hlutum í félaginu í hlutfalli við hlutafjáreign sína , og gildir sá forkaupsréttur til og með 31.júlí 2015. Eftir þann tíma er stjórn heimilt , að selja hverjum sem er það hlutafé sem þá er óráðstafað.

Á aðalfundin voru mættir fulltrúar fyrir 75 % hlutafjár , og voru fundarmenn sammála um að þrátt fyrir að félagið hafi gengið frá útleigu á húsnæðinu, og þar með tryggt sér fastar leigutekjur, væri samt sem áður veruleg þörf á því að styrkja fjárhag félagsins. Það gæfi  möguleika til þess að lækka enn  frekar höfuðstól veðlánsins , sem félagið yfirtók hjá Sparisjóði  Norðurlands , og lækka þar með vaxtagreiðslur og afborganir. Þá skapaðist meira svigrúm til flýta nauðsynlegu viðhaldi og  endurbótum , svo sem mála húsið að utan ofl.

Hluthöfum sem vilja nýta sér forkaupsrétt , og  eða kynna sér hver sá réttur til  hlutafjáraukningar er , er bent á að hafa samband við einhvern af eftirtöldum stjórnarmönnum.

Jón Grímsson, sími . 894-0033

Gunnar Björnsson,sími . 822-6108

Sigurlína Jóhanna  Jóhannessdóttir,sím . 895-2169

 


 

 
 

15.07.2015 10:37

Gönguferð í Fossdal á sunnudaginn

Ferðafélagið Norðurslóð efnir til gönguferðar sunnudaginn 19. júlí nk. í Fossdal í Gunnólfsvíkurfjalli. Gangan er í tengslum við káta daga á Þórshöfn og nágrenni.
Gengið verður niður í Fossdalskjaft í mikilli náttúrfegurð, þar er fallegt stuðlaberg og mikil nánd við ósnortna náttúruna. 
Stutt og létt ganga, tilvalin fyrir alla fjölskylduna. 
Farið frá keðjunni á veginum upp á fjallið kl. 13:00. 
Fararstjóri verður Reimar Sigurjónsson.

14.07.2015 00:39

Frá Ásbyrgisnefnd

 

Þá er árlegu Ásbyrgismóti lokið. Mótið gekk vel fyrir sig þó þátttakan hafi verið með minna móti, enda lék veðrið ekki við okkur. Mótsgestir voru allir til fyrirmyndar og er óhætt að segja að þetta sé sameiginleg fjölskylduhátíð okkar Norður-Þingeyinga.

Við fengum heimsókn frá Friðarhlaupinu á laugardaginn og hlupu mótsgestir með friðarkyndilinn hringi á vellinum, svo fengu allir þeir sem vildu að handfjatla kyndilinn. Flott framtak hjá þeim. Nánari upplýsingar um hlaupið og myndir af heimsókninni er að finna á heimasíðunni: http://www.peacerun.org/is/ 
Á laugardagskvöldið voru hoppukastalar fyrir yngri kynslóðina og glasabolti fyrir þá eldri. Skemmtilegt kvöld fyrir unga sem aldna.

Stigabikarinn í frjálsum íþróttum þetta árið unnu Langnesingar með 435 stig. 
Í öðru sæti var Leifur heppni með 240 stig, 
í þriðja sæti var Austri með 199 stig, 
í fjórða sæti var Ungmennafélg Öxfirðinga með 168 stig 
og í fimmta sæti var Snörtur með 129 stig.

Nýung í ár hjá okkur var að veita einstaklingum viðurkenningu fyrir besta árangurinn í hverjum aldursflokki. Viðurkenningar hlutu:

Stelpur og strákar 11-12 ára:
Erla Rós Ólafsdóttir frá UMFL og
Jón Kristófer Vignisson frá UMFL

Telpur og piltar 13-14 ára: 
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir frá UMFÖ og
Sindri Þór Tryggvason frá Snerti

Meyjar og sveinar 15-16 ára:
Dagný Ríkharðsdóttir frá Austra og
Hlynur Aðalsteinsson frá Leifi Heppna

Unglingaflokkur 17-18 ára: 
Brynja Dögg Björnsdóttir frá Austra og þeir félagar Friðrik Þór Ragnarsson frá Austra og
Birgir Þór Björnsson frá Austra voru jafnir að stigum.

Glæsilegur árangur hjá þessu unga og efnilega íþróttafólki.

Við í nefndinni þökkum öllum kærlega fyrir hjálpina en svona mót er ekki hægt að halda nema með vinnu sjálfboðaliða og styrk frá fyrirtækjum. 

Eftirfarandi fyrirtæki styrktu mótið með fjárframlögum:

 

Akursel ehf.

Framsýn

GPG ehf

Hólmsteinn Helgason ehf

Ísfélag Vestmannaeyja

Kvenfélagið Keldhverfinga

Meindýravarnir Morra

Saltkaup ehf.

Samherji hf.

Sel sf

Stórinúpur

UMF Austri

UMF Leifur heppni

Ungmennafélag Langnesinga

Verkalýðsfélag Þórshafnar

 

Davíð smiður á Þórshöfn gaf okkur málningu til að mála fótboltavöllinn og hlaupabrautirnar og Merking ehf. gaf okkur límmiða til að nota á verðlaunapeningana.

 

Einnig þökkum við þeim sem að gáfu okkur vinninga fyrir happadrættið, en það voru:
 

Active North ehf

Adrenalíngarðurinn

Gentle Giants Hvalaferðir ehf

Grillskálinn á Þórshöfn

Jarðböðin við Mývatn

Mýflug

N1 hf

Sölkusiglingar ehf

Samkaup hf. á Þórshöfn

Skóbúð Húsavíkur ehf

Sportver ehf

Sælusápur

Verslunin Tákn

Verslunin Urð

 

Ágóðinn af happadrættinu rennur til Ásbyrgismótasjóðs og þökkum við öllum þeim að keyptu miða.

Takk fyrir góða helgi, við sjáumst að ári!
 

Nefndin
Birna Björnsdóttir

Guðmundur Magnússon
Kristinn Lárusson
Magnea Dröfn Hlynsdóttir 
Silja Rún Stefánsdóttir

 

Mynd: Magnea Dröfn Hlynsdóttir

 


 

 


 


 

 

 

 

 

 

 

08.07.2015 19:22

Kópasker og nágrenni tekin inn í verkefni um framtíð brothættra byggða á vegum Byggðastofnunnar

Ný byggðarlög í verkefninu „Brothættar byggðir“

Ný byggðarlög í verkefninu
Grímsey

Nýverið samþykkti stjórn Byggðastofnunar á fundi sínum að taka þrjú byggðarlög inn í verkefnið um framtíð brothættra byggða. Þau byggðarlög eru annars vegar Kópasker og nágrenni, sem tilheyrir Norðurþingi, hins vegar eyjarnar Grímsey og Hrísey sem tilheyra Akureyrarkaupstað.

Vorið 2014 var auglýst eftir umsóknum um þátttöku í verkefninu um framtíð brothættra byggða. Alls bárust umsóknir frá níu sveitarfélögum fyrir tólf svæði. Fyrir eru í verkefninu byggðarlögin Raufarhöfn, Breiðdalshreppur, Skaftárhreppur og Bíldudalur.

Sé horft á stöðuna eftir landshlutum er þátttaka og umsóknir eftirfarandi:

 • Vesturland: Dalabyggð.
 • Vestfirðir: Bíldudalur (með frá 2013), Árneshreppur,  Flateyri, Þingeyri, Suðureyri, og Strandabyggð.
 • Norðurland vestra: Hofsós.
 • Norðurland eystra: Raufarhöfn (með frá 2012), Grímsey, HríseyogKópasker.
 • Austurland: Breiðdalshreppur (með frá 2013), Djúpavogshreppur  og Stöðvarfjörður.  
 • Suðurland: Skaftárhreppur (með frá 2013).

Afgreiðsla umsókna hefur tekið lengri tíma en æskilegt hefði verið og skýrist það einkum af endurskoðun á verklagi og úttekt á verkefninu í heild, enda um þróunarverkefni að ræða. Niðurstaða þeirrar vinnu er að óráðlegt sé að dreifa fjármunum til verkefnisins og kröftum þeirra sem að verkefninu koma of víða ef árangur á að nást.  Réttara sé að hafa verkefnin ekki of mörg þannig að slagkraftur verði sem mestur í hverju byggðarlagi og því var niðurstaðan sú að ganga til samstarfs í þremur byggðarlögum að sinni.  Áður nefnd byggðarlög voru valin á grundvelli þess að staða þeirra þykir hvað veikust af umsóknarbyggðarlögum ef tekið er mið af lýðfræðilegum þáttum, atvinnusóknarsvæðum og stöðu í atvinnulífi meðal annars.

Þar sem verkefnið getur staðið nokkur ár í hverju tilviki er ólíklegt að unnt verði að ganga til samstarfs í fleiri byggðarlögum á árunum 2015-2016 en á árinu 2016 verður framhaldið metið út frá m.a. árangri verkefna og þeim fjármunum sem til verkefnisins eru ætlaðir á fjárlögum.

 

Fréttin er birt á vef Byggðarstofnunnar, og tekin þaðan yfir á þessa síðu.

07.07.2015 23:02

Ásbyrgismót UNÞ 10.-12.júlí

 

 

 

 

 

 

Föstudagur 10.júlí


Kl. 20:00 Fótbolti (11-12 ára)
Fótbolti, unglingaflokkur (13-16 ára)
Verðlaunaafhending að lokinni keppni.

Laugardagur 11.júlí


Kl. 10:00 Fótbolti (10 ára og yngri)
Verðlaunaafhending að lokinni keppni 
Kl. 12:00 Friðarhlaup
               Frjálsíþróttakeppni hefst strax að loknu friðarhlaupi
Kl. 17:30 Landverðir í Ásbyrgi með ratleik. Kl. 18:30 Sameiginlegt grill orðið heitt.
Kl. 20:00 Kvöldvaka. Hoppukastalar, dregið í happadrættinu og fl.

Sunnudagur 12. júlí


Kl. 11:00 Frjálsíþróttakeppni hefst.
Verðlaunaafhending fyrir frjálsar – mótslit

Mótsnefnd vill vekja athygli á þeirri breytingu sem var gerð árið 2012 með verðlaunaafhendingu fyrir 10 ára og yngri að það eru ekki veitt sérstök verðlaun fyrir efstu sætin heldur fá allir þátttakendur viðurkenningu og gildir það sama fyrir fótbolta hjá 10 ára og yngri. Þetta er gert að tilstuðlan Í.S.Í. 
Önnur breyting var gerð 2013 að 10 ára og yngri að ekki keppa í kúluvarpi heldur í boltakasti.
Í fyrra var boðið upp á 60 metra hlaup fyrir 5 ára og yngri og verður það aftur gert núna.
Í ár verða einnig veittar viðurkenningar til stigahæstu einstaklinga (stúlkna og drengja) í hverjum aldursflokki fyrir sig, þ.e. 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára og 17-18 ára.

Það verður ekki sjoppa á svæðinu. Ásbyrgisnefnd vill vekja sérstaka athygli á og beina því til foreldra, forráðamanna og unglinga að þetta er íþróttamót og meðferðÁFENGIS er ekki leyfð á mótsstað og þeir sem ekki virða það verður vísað af svæðinu.

ATHUGIРað ró skal vera komin á svæðið kl. 24:00 svo að ungir keppendur og aðrir fái frið og góðan nætursvefn. Einnig bendum við HUNDAEIGENDUM á að skilja hundana eftir heima.


Aldursflokkar sem keppa í frjálsum:


Hnokkar og tátur 10 ára og yngri.
Strákar og stelpur 11 – 12 ára.
Piltar og telpur 13 – 14 ára.
Sveinar og meyjar 15 – 16 ára.
Unglingar 17 – 18 ára
Konur yngri: 30 – 39 ára.
Konur eldri: 40 ára og eldri.
Karlar yngri: 35 – 44 ára.
Karlar eldri: 45 ára og eldri.

Athugið að fæðingarár gildir

Happdrætti verður á svæðinu eins og í fyrra og rennur allur ágóði af því til reksturs mótsins. Þrátt fyrir marga góða styrktaraðila vantar eitthvað uppá að mótið beri sig og er þessi leið farin í fjáröflun svo ekki þurfi að innheimta þátttökugjöld. Ekki verður posi á staðnum.

Á laugardag munu hlauparar í Friðarhlaupinu koma í Ásbyrgi og hlaupa hring á íþróttavellinum með friðarkyndilinn og býðst gestum að taka þátt í þessum alþjóðlega viðburði. Sjá nánar um friðarhlaupið á http://www.peacerun.org/is/

Keppnisgreinar í frjálsum:

5 ára og yngri 60 m hlaup
Hnokkar og tátur 10 ára og yngri. 60 m hlaup, langstökk, boltakast og 600 m hlaup
Strákar og stelpur 11 – 12 ára. 100 m hlaup, langstökk, kúluvarp og 800 m hlaup
Piltar og telpur 13 – 14 ára. 100 m hlaup, langstökk, kúluvarp og 800 m hlaup
Sveinar og meyjar 15 – 16 ára. 100 m hlaup, langstökk, kúluvarp, spjótkast, kringlukast og 800 m hlaup
Unglingar 17 – 18 ára 100 m hlaup, langstökk, kúluvarp, spjótkast, kringlukast og 800 m hlaup 
Konur yngri: 30 – 39 ára. 100 m hlaup, langstökk, kúluvarp, spjótkast og kringlukast
Konur eldri: 40 ára og eldri. 60 m hlaup, langstökk, kúluvarp, spjótkast og kringlukast
Karlar yngri: 35 – 44 ára. 100 m hlaup, langstökk, kúluvarp, spjótkast og kringlukast
Karlar eldri: 45 ára og eldri 60 m hlaup, langstökk, kúluvarp, spjótkast og kringlukast

Athugið að 13 – 14 ára mega keppa upp fyrir sig í spjótkasti og kringlukasti.

Mótsgestum er bent á að bilastæðið í Botni er fyrir ferðamenn og mótsgestir eiga að leggja bílunum sinum inn a mótsvellinum eða upp við tjaldsvæðið við þjónustuhúsið.

 

06.07.2015 18:06

Skógardagur Norðurlands, í Vaglaskógi 11. júlí

Skógardagur Norðurlands

verður haldinn Vaglaskógi 11. júlí kl. 13-17

 

 • Gönguferðir um trjásafnið og fræhúsið
 • Helstu viðarvinnslutæki til sýnis
 • Grisjunarvél sýnd að verki
 • Ketilkaffi, lummur, popp og pinnabrauð í boði
 • Leikir, bogfimi, skúlptúrar, handverk og fleira

 

Skógardagur Norðurlands er samvinnuverkefni Skógræktar ríkisins, Norðurlandsskóga, Félags skógarbænda á Norðurlandi, Skógræktarfélags Eyfirðinga, Skógræktarfélags Suður-Þingeyinga, Skógfræðingafélags Íslands, Sólskóga ehf. og Jötunns véla ehf.

 • 1

Vefmyndavél Magnavíkur

Vefmyndavél á Tjörnesi

Vefmyndavél Hófaskarð

Tenglar

Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 545
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 1561415
Samtals gestir: 242876
Tölur uppfærðar: 5.8.2015 02:09:14