06.07.2015 18:06

Skógardagur Norðurlands, í Vaglaskógi 11. júlí

Skógardagur Norðurlands

verður haldinn Vaglaskógi 11. júlí kl. 13-17

 

  • Gönguferðir um trjásafnið og fræhúsið
  • Helstu viðarvinnslutæki til sýnis
  • Grisjunarvél sýnd að verki
  • Ketilkaffi, lummur, popp og pinnabrauð í boði
  • Leikir, bogfimi, skúlptúrar, handverk og fleira

 

Skógardagur Norðurlands er samvinnuverkefni Skógræktar ríkisins, Norðurlandsskóga, Félags skógarbænda á Norðurlandi, Skógræktarfélags Eyfirðinga, Skógræktarfélags Suður-Þingeyinga, Skógfræðingafélags Íslands, Sólskóga ehf. og Jötunns véla ehf.

23.06.2015 23:38

Meindýraeyðing

Meindýravarnir Morra/Þrettán-X ehf auglýsir                


Eitrun vegna flugna og skordýra

Eru flugurnar að halda fyrir þér vöku, suðandi um öll gólf?

Fer flugnaskíturinn í taugarnar á þér fyrir jólin?

Herjar roðamaur á húsið?

Er kóngulóarvefur í öllu og um allt?

Tek að mér að eitra gegn flugum og öðrum skordýrum inni/úti í og við íbúðarhús, sumarhús og útihús fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir.

 

Þrettán-X er fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörnum gegn meindýrum af öllu tagi.

 

F.h  Þrettán-X ehf          

Ómar Gunnarsson, meindýraeyðir                                                                                                                              

Efri-Hólum, 671 Kópaskeri                                              

S. 849-2276 / 849-3883

morri@kopasker.is

 

 

19.06.2015 12:37

Sóltöðumóti Feykis aflýst

 

Sólstöðumóti Feykis, sem vera átti á morgun laugardaginn 20.júní í Eyjadal , hefur verið

aflýst vegna ónægrar þátttöku.

 

Stjórn Feykis

 

 

 

 

18.06.2015 13:07

Rútuferðin, - Heima er þar sem ég halla mér, sætapantanir

 

Rútuferð - partur af dagskrá sólstöðuhátíðarinnar

 

Heima er það sem ég halla mér er leiksýning í óhefðbundinni leikmynd.

Áhorfendur eru boðnir velkomnir í rútu á Kópaskeri og ævintýrið hefst.

Svo keyrir rútan áleiðis fyrir Melrakkasléttuna til Raufarhafnar.

 

Á leið sinni munu áhorfendur verða vitni að allskonar uppákomum, ekki bara inni í

rútunni, heldur líka út um gluggann og á ákveðnum stöðum á leiðinni.

Að lokinni sýningu er svo leikhúsgestum skilað inn á Kópaskeri

 

 

Rútan leggur af stað frá Kópaskeri kl 11:30 og áætlað að koma til baka um kl. 14:00,

laugardaginn 20.júní 2015

 

Þar sem rútan tekur aðeins 30 manns, er mælt með því að fólk bóki sæti með því að

senda tölvupóst til:  jennylaraarnors@gmail.com

 

 

15.06.2015 12:37

Beggja skauta byr í Bragganum á sólstöðum

Verkefnið braggast á sólstöðum Yst var tilnefnt til Eyrarrósarinnar í ár –
Myndlistarsýningin nú ber nafnið beggja skauta byr og verður sýnd  á sólstöðum í Bragganum við Öxarfjörð.
Um er að ræða innsetningu um mæður mannkyns - margbreytileik skautbúninga og móðurskautið fær sinn sess í gagnvirka skúlptúrnum Móðurinni.
Sýningin er tileinkuð ljósmæðrum allra tíma.
Velkomin að njóta! Yst

 

13.06.2015 01:39

Sólstöðumót Feykis

Sólstöðumót  Feykis

Laugardaginn 20. júní næstkomandi verður haldið sólstöðumót á félagssvæðinu okkar í Eyjadal. 
Mótið hefst kl 10:00 og aðgangseyrir er 1500 kr fyrir fullorðna, 1000 kr fyrir börn og frítt fyrir börn yngri en 6 ára.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:    
Tölt
A-flokkur
B-flokkur
Barnaflokkur (13 ára og yngri)
Ungmennaflokkur
Skeið
Einnig ef áhugi og næg skráning verður á mótsstað verða kappreiðar og jafnvel keppt í bjórtölti. 
(Nánari upplýsingar á mótstað)
Við skráningum taka Baldur Stefánsson – 6930627 og Tryggvi Hrafn Sigurðsson – 8965873
Dómarar verða : Halldór S. Olgeirsson og Helgi Árnason

Við viljum einnig að minna á og hvetja alla unga sem aldna að koma á föstudagskvöldinu að æfa sig og fá leiðsögn hjá Salbjörgu Matthíasdóttur hestafræðingi. Skráning í það er hjá henni sjálfri í síma 8464951.

Veitingavagninn A la carte verður með kræsilegar veitingar á staðnum.

Boðið verður uppá geðgóða hesta fyrir yngstu kynslóðina, langi þau að prófa!

Svo hvetjum við alla til að smella sér á sólstöðuball á Kópaskeri um kvöldið!

Mbkv, Stjórnin

 

 

 

11.06.2015 21:54

Sólstöðutónleikar Flygilvina 2015

Sólstöðutónleikar Flygilvina 2015

söngtónleikar í Skólahúsinu á Kópaskeri laugardaginn 20. júní kl 17:15

Í tengslum við sólstöðuhátíð á Kópaskeri verða haldnir einsöngstónleikar í Skólahúsinu á Kópaskeri.  Að þessu sinni eru á ferðinni heimamaður og jafnframt stórefnilegur bassasöngvari, Reynir Gunnarsson á Daðastöðum og við píanóið verður Daníel Þorsteinsson sem okkur er að góðu kunnur frá fyrri tónleikum. Enn fremur mun gestasöngvari koma við sögu og verður spennandi að sjá hver það er.

 


Daníel hefur komið fram víða um heim í einleik og samleik, auk þess sem hann hefur samið og útsett tónlist fyrir leikhús, söngvara og kóra, t.d. tvo söngleiki fyrir barnakóra.

Reynir söng á útskriftartónleikum sínum frá Tónlistarskóla Húsavíkur í maí síðastliðinn, er hann lauk framhaldsprófi í söng með glæsibrag.  Þeir félagar munu flytja nær óbreytta efnisskrá frá tónleikum Reynis á Húsavík.  Um er að ræða fjölbreytta efnisskrá sem gefur söngvara og píanóleikara tækifæri til að sýna sínar bestu hliðar.

Miðaverð er kr. 1.500, aðgangur ókeypis fyrir börn á grunnskólaaldri.  Því miður er ekki hægt að taka við greiðslu með kortum.     

Flygilvinir – tónlistarfélag við Öxarfjörð

11.06.2015 21:50

Tónleikar, Gamlir Fóstbræður í samstarfi við Flygilvini

 

Fögnum sumarsólstöðum

 

Eldri félagar í karlakórnum Fóstbræðrum og þeir sem ekki eru virkir söngfélagar í aðalkórnum syngja í sjálfstæðum kór sem heitir Karlakórinn Gamlir Fóstbræður. Á síðustu árum hefur kórinn ferðast víða um landið og haldið tónleika og síðastliðið vor var farin söngferð til Færeyja.

Kórinn heldur tónleika á Kópaskeri að kvöldi föstudagsins 19. júní n.k. á Sólstöðuhátíðinni í samstarfi við Flygilvini – tónlistarfélag við Öxarfjörð. Stjórnandi kórsins er Árni Harðarson sem jafnframt er stjórnandi Fóstbræðra. Einsöngvarar með kórnum verða Þorgeir J. Andrésson, óperusöngvari, sem jafnframt er félagi í kórnum og Einar Ingi Hermannsson. Sungin verða vinsæl karlakórslög, bæði íslensk og erlend.

Eldri borgarar eru sérstaklega boðnir velkomnir á tónleikana og verða aðgöngumiðar til þeirra seldir með afslætti.

07.06.2015 21:26

Dagskrá sólstöðuhátíðarinnar á Kópaskeri 19. - 21. júní 2015

     

 

Sólstöðuhátíðin á Kópaskeri ! 

Helgina 19. – 21. júní 2015

Föstudagur: 19. júní

Kl. 11:00 - 18:00  Myndlistarsýningin: beggja skauta byr mun braggast á sólstöðum um helgina.

Kl. 19:00 - 20:00  Kjötsúpukvöld við Skólahúsið.  Kvenfélagið Stjarnan býður upp á kjötsúpu í tilefni af 90 ára    afmæli félagsins.   

Kl. 20:30    Tónleikar í Skólahúsinu , Karlakórinn Gamlir Fóstbræður.

Kl. 22:00    Active North.  Hjólaferð frá Kópaskeri  út á Melrakkasléttu. Uppl. í síma 858-7080.

Kl. 23:00    Sólstöðuganga á vegum Ferðafélagsins Norðurslóðar.  Að þessu sinni verður gengið á Rauðanúp á Melrakkasléttu. Lagt verður af stað frá Núpskötlu  og tekur gangan upp u.þ.b. eina klst. Fararstjóri verður Kristbjörg Sigurðardóttir.

 

Laugardagur: 20. júní

Kl. 10:00    Sólstöðumót Feykis verður í Eyjadal í Ásbyrgi.

Kl. 11:00 - 18:00  Myndlistarsýningin: beggja skauta byr mun braggast á sólstöðum um helgina.   

Kl. 11:30 - 14:00  „ Heima er þar sem ég halla mér“.
                               Leiksýning í rútu frá Kópaskeri - Raufarhöfn - Kópaskers. Þátttaka er frí.

Kl. 13:00 - 16:00  Bátar, leiktæki og fleira við Klifatjörn. 

Kl. 15:00 - 16:00  Söguganga um Kópasker. Lagt af stað frá Skólahúsinu/Skjálftasetrinu.

Kl. 14:00 - 17:00  Fatasala Rauða krossins í Þingeyjarsýslum.

Kl. 13:00 - 16:00  Skottsala við búðina. Íbúar eru hvattir til að taka þátt og selja hluti úr skotti.

Kl. 14:00 - 16:30  Sólstöðukaffisala Kvenfélagsins Stjörnunnar í Stóru Mörk . Posi á staðnum.

Kl. 14:00 - 16:30  Handverkssýning eldri borgara í Stóru Mörk.

Kl. 17:15 - 18:45  Sólstöðutónleikar í Skólahúsinu á vegum Flygilvina.
                                              Reynir Gunnarsson og Daníel Þorsteinsson

Kl. 19:00 - 21:00  Boðið upp á veislumáltíð í Fjallalambi gegn vægu verði.

Kl. 22:00 - 03:00  Dansleikur í Pakkhúsinu með Hljómsveitinni Legó.

 

Sunnudagur: 21. júní

Kl. 11:00 - 12:00  Helgistund við Snartarstaðarkirkju.

Kl. 13:00 - 14:00  Ganga með hunda út að vita. Farastjóri Inga Sigurðardóttir.

Kl. 13:30 - 15:30  Gengið verður  um Kópaskersmisgengið/sigdalinn. Mæting við Skólahúsið.

Kl. 20:00   Active North. Hesta- / hellaferð um Kelduhverfi. Uppl. í síma 858-7080.

Kl. 13:00 - 17:00  Opið á Byggðasafninu og Skjálftasetrinu alla daga.

Braggasýningin Yst í Öxarfirði verður framvegis einungis í tengslum við Sólstöðuhátíðina á Kópaskeri. Nú dagana 19. - 21. júní frá kl. 11:00 - 18:00. Hjartanlega velkomin - ókeypis inn . Yst             

Íbúar eru hvattir til að skreyta í sólstöðulitum, ýmislegt til í Skerjakollu, búðinni á Skerinu.               

                                                                          Sólstöðuhátíðarnefnd

 
  • 1

Vefmyndavél Magnavíkur

Vefmyndavél á Tjörnesi

Vefmyndavél Hófaskarð

Tenglar

Flettingar í dag: 320
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 519
Gestir í gær: 47
Samtals flettingar: 1541661
Samtals gestir: 241212
Tölur uppfærðar: 6.7.2015 21:48:45