17.04.2014 20:29

Sumarkaffi og flóamarkaður


Nemendur unglingadeildar Öxarfjarðarskóla, verða með flóamarkað, kökubasar og
vöfflukaffi á sumardaginn fyrsta, 24. apríl n.k., í íþróttahúsinu á Kópaskeri frá
kl. 14:00- 17:00. 

Nú er um að gera að taka til í geymslunni og fataskápnum og athuga hvort ekki þarf
að losa sig við eitthvað. Það sem er einum rusl er öðrum gull. Þeir sem telja sig
hafa eitthvað sem þeir vilja gefa til unglingadeildar eins og t.d. föt, skó, skíði,
skauta, hillur, skrautmuni, blóm, eða hvað eina sem ykkur dettur í hug að hægt væri
að selja á flóamarkaði, geta komið með vörur til unglinganna á sumardaginn fyrsta 
milli kl. 10:00-12:00, f.h. í íþróttahúsið. Allur ágóði rennur í ferðasjóð
unglingadeildar. 

Unglingarnir munu svo sjá um að baka gómsætar kökur sem verða settar á kökubasarinn
þennan sama dag og einnig geta gestir og gangandi keypt sér kaffi og nýbakaðar
vöfflur. 

15.04.2014 21:55

Verslunarhúsnæði til leigu

 

Verslunarhúsið á Kópaskeri  e.h.f, auglýsir hér með til leigu verslunarhúsið að Bakkagötu 10 Kópaskeri .

Hugmyndin er að leigja það út undir rekstur dagvöruverslunar.  Í húsinu er til staðar kælar,hillurekkar og ýmis annar búnaður sem þarf til rekstrar slíkrar verslunar. Húsnæðið er  rúmgott og gefur það möguleika á  að setja upp veitingasölu samhliða verslunarrekstri. Fyrir liggur nokkuð ítarleg greining og rekstraráætlun fyrir slíka verslun, sem byggð er á eldri gögnum um rekstur í þessu húsi.

Allar nánari upplýsingar fást hjá eftirtöldum stjórnarmönnum .

 

Jón Grímsson: 894-0033

Sigurlína Jóhanna Jóhannesdóttir: 465-2169

Gunnar Björnsson:  822-6108

Stefán Haukur Grímsson:  894-0172

15.04.2014 20:21

Kirknaganga á föstudaginn langa

Ferðafélagið Norðurslóð stendur fyrir göngu á föstudaginn langa, þann 18. apríl, og verður að þessu sinni gengið frá Þórshafnarkirkju að Sauðaneskirkju á Langanesi. Leiðin er um 7 km. Á leiðinni og við kirkjurnar verður miðlað fróðleiksmolum um sögu þeirra og fleira. Í göngulok verður boðið upp á hressingu, og fólk síðan ferjað til baka. 
Lagt verður af stað frá Þórshafnarkirkju kl. 13:00.
Vonast er eftir góðri þátttöku í hressandi göngu. Kveðjum vetur og fögnum vori.

13.04.2014 08:54

S-Listi Samfylkingar og annars félagshyggjufólks.

 

Jónas Hreiðar Einarsson rafmagnsiðnfræðingur leiðir S-lista Samfylkingar og annars félagshyggjufólks í Norðurþingi fyrir komandi sveitarstjórnar-kosningar.

Listinn var kynntur og samþykktur á félagsfundi sem fram fór 10 apríl sl.

1. Jónas Hreiðar Einarsson, rafmagnsiðnfræðingur, Húsavík
2. Kjartan Páll Þórarinsson, stjórnmálafræðingur/smiður, Húsavík
3. Anna Ragnarsdóttir, skrifstofutæknir/ritari, Húsavík
4. Björn Halldórsson, bóndi, Valþjófsstað, Öxarfirði
5. Berglind Pétursdóttir, viðskiptafræðingur, Húsavík
6. Unnur Sigurðardóttir, leikskólakennari, Húsavík
7. Einar Gíslason, framkvæmdastjóri/ferðamálafræðingur, Húsavík
8. Sigríður Valdimarsdóttir, húsmóðir, Raufarhöfn
9. Gunnar Illugi Sigurðsson, tónlistarmaður, Húsavík
10. Erla Dögg Ásgeirsdóttir, náms og starfsráðgjafi, Húsavík
11. Sindri Ingólfsson, nemi, Húsavík
12. Rannveig Þórðardóttir, förðunarfræðingur/leiðbeinandi, Húsavík
13. Hreiðar Másson, nemi, Húsavík
14. Silja Árnadóttir, nemi, Húsavík
15. Júlíus Jónasson, vélstjóri, Húsavík
16. Aðalbjörg Sigurðardóttir, læknaritari, Húsavík
17. Kristbjörg Sigurðardóttir, félagsliði, Húsavík
18. Sigurjón Jóhannesson, fv. skólastjóri Húsavík

10.04.2014 23:13

Dýrin í Hálsaskógi

 


Lilli Klifurmús.

Í kvöld 10. apríl hélt Öxarfjarðarskóli Árshátíð sína og sýndi í samstarfi við Tónlistarskóla Húsavíkur leikritið Dýrin í Hálsaskógi.  Óhætt er að segja að vel hafi tekist til og sýnt var fyrir fullu húsi.  Þeir sem voru svo óheppnir að missa af þessari sýningu geta tekið gleði sína  því að önnur sýning er fyrirhuguð sunnudagin 27. apríl kl. 15.00

 
Ljósmyndir Einar Magnús Einarsson

Hér má sjá myndir úr Hálsaskógi

10.04.2014 14:13

V-listi VG og óháðra í Norðurþingi 2014

 

V-listi samþykkti á opnum fundi 8. apríl 2014 framboðslista fyrir

sveitarstjórnarkosningar í sveitarfélaginu Norðurþingi vorið 2014. Listann

skipa 18 manns með ólíkan bakgrunn, 9 konur og 9 karlar.

 1. Óli Halldórsson                                 Forstöðumaður                       Húsavík
 2. Sif Jóhannesdóttir                             Þjóðfræðingur                        Húsavík
 3. Trausti Aðalsteinsson                        Framkvæmdastjóri                 Húsavík
 4. Aðalbjörn Jóhannsson                       Frístundafulltrúi                     Reykjahverfi
 5. Kolbrún Ada Gunnarsdóttir             Kennari                                  Húsavík
 6. Stefán Leifur Rögnvaldsson             Bóndi                                    Öxarfirði
 7. Dögg Stefánsdóttir                            Forstöðumaður                       Húsavík
 8. Ásrún Ósk Einarsdóttir                     Framhaldsskólanemi              Húsavík
 9. Röðull Reyr Kárason                        Ferðaþjónustustarfsmaður      Húsavík
 10. Ólöf Traustadóttir                             Framhaldsskólanemi              Húsavík
 11. Sigurður Ágúst Þórarinsson               Bóndi                                     Reykjahverfi
 12. Sigríður Hauksdóttir                          Forstöðumaður                       Húsavík
 13. Guðmundur H. Halldórsson              Málarameistari                        Húsavík
 14. Guðrún Sigríður Grétarsdóttir           Stuðningsfulltrúi                    Húsavík
 15. Aðalsteinn Örn Snæþórsson              Líffræðingur                          Kelduhverfi
 16. Sólveig Mikaelsdóttir                        Sérkennari                              Húsavík
 17. Þórhildur Sigurðardóttir                    Kennari                                  Húsavík
 18. Kristján Pálsson                                 Símvirki                                  Húsavík

09.04.2014 22:47

Árshátíð Öxarfjarðarskóla

Fimmtudaginn 10. apríl kl. 19:30 ætlar Öxarfjarðarskóli í samstarfi við Tónlistarskóla Húsavíkur að sýna leikritið Dýrin í Hálsaskógi í Skúlagarði.

Miðaverð er:

2000kr. fyrir fullorðna (eldri en 16 ára)

1000kr fyrir börn á grunnskólaaldri (6-16 ára)

ókeypis fyrir börn á leikskólaaldri (5 ára og yngri)

ath. ekki verður tekið við kortum

ljósmyndir: Kristján Ingi.
 

Kaffisala verður á staðnum.

Allir hjartanlega velkomnir,

Bangsapabbi og nemendur Öxarfjarðarskóla

08.04.2014 18:14

Biskup Íslands vísiterar.

 
 Um næstu helgi gerist sá merkisviðburður, að Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir mun vísitera prestakallið. Þá mun hún heimsækja
nokkur fyrirtæki og stofnanir og prédika við guðsþjónustur, sem hér segir:

Föstudaginn 11. apríl kl.17.00 verður helgistund með einföldu
sniði í Snartarstaðakirkju.

Á föstudagskvöld kl. 20. 30 verður guðsþjónusta í
Raufarhafnarkirkju.Kór Raufarhafnarkirkju leiðir söng.

Á pálmasunnudag, 13. apríl, verður messa í Skinnastaðarkirkju kl.
11.00. Kór Garðs- og Skinnastaðarkirkju leiðir söng.

Allir velkomnir, yngri sem eldri, í hvaða guðsþjónustu sem er. Fjölmennum og tökum vel á móti Biskupi Íslands !

Sóknarprestur og sóknarnefndir

04.04.2014 17:12

Aðalfundur Umf. Öxfirðinga 2014

Góður og gleðilegur aðalfundur Umf. Öxfirðinga verður haldinn í matsal Öxarfjarðarskóla sunnudaginn 6. apríl og hefst samkvæmið kl. 15:00.
Dagskrá:        
1. Fundarsetning
2. Kosning starfsmanna fundarins
3. Skýrsla um starfið undanfarin ár og stöðuna í dag
4. Reikningar lagðir fram
5. Kosningar:
     a) Stjórn félagsins
     b) Fulltrúi í Ásbyrgisnefnd
6. Starfið framundan, m.a. 17. júní
7. Önnur skemmtileg mál

 Allir eru velkomnir á fundinn og fólk á öllum aldri er hvatt til að mæta, jafnt ungir sem aldnir. Þannig er hægt að hafa áhrif á framtíð félagsins og starfið.
Enginn þarf að óttast að verða kosinn í neitt ef hann vill það ekki. Nú þegar eru komin nokkur framboð til stjórnar.
Að fundi loknum verður boðið upp á kaffi og pönnukökur.
Barnapössun ef óskað er eftir.

Bestu kveðjur, Svala Rut og Eyrún Ösp - Stjórnarpíur

02.04.2014 23:21

Raforkunotendur.