23.06.2016 07:13

Tónleikar - Framlag Öxarfjarðarskóla á Sólstöðuhátíð 2016

Framlag Öxarfjarðarskóla á Sólstöðuhátíð 2016

Skólahljómsveit Öxarfjarðarskóla í Skjálftasetrinu kl. 13:00 laugardaginn 25. júní.

Æskan í Öxarfirði með rokktónleika:

Skólahljómsveit Öxarfjarðarskóla flytur nokkur rokklög, kl. 13:00 laugardaginn 25. júní, í Jarðskjálftasetrinu. Meðal annars Creedence Clearwater, Metallica,  Guns n‘ roses o.fl.

 

Flytjendur: Bjartey Unnur Stefánsdóttir, Erna Rún Stefánsdóttir, Emil Stefánsson, Sindri Þór Tryggvason. Þar sem trymillinn Jón Alexander verður ekki á staðnum ætlar Unnar Þór Hlynsson að hlaupa í skarðið, eins verður Jónína Freyja ekki heima þessa helgi. Tónlistarmönnunum til aðstoðar og halds og trausts verða Reynir Gunnarsson tónlistarkennari, Tryggvi Hrafn Sigurðarson, kennari við Öxarfjarðarskóla og Kristín Ósk Stefánsdóttir.

Við erum þakklát foreldrum flytjenda rokksveitarinnar sem tóku verkefninu strax vel og Hólmfríði Halldórsdóttur fyrir að leyfa okkur að vera með verkefnið í Jarðskjálftasetrinu á Kópaskeri.

 

 

21.06.2016 00:14

Nýr vinkill  Yst

Nýr vinkill  Yst

 

Slepping hins slitna leiðir til tómarúms í fyrstu en eftir það lyftist upp sköpun sem birtist sem ferskur vinblær

með fortíðina að baki – opin uppá gátt fyrir nýrri reynslu – óvæntri nálgun – frumlegra og skemmtilegra lífi!

Hver veit sína framtíð?

Yst

 

Braggasýningin Nýr vinkill Yst  verður Sólstöðuhátíðarhelgina á Skerinu 24. - 26. júní  ókeypis inn  opið frá kl 11- 17

 

 

 

 

20.06.2016 18:57

Aðalfundur Snartarstaðasóknar

 

Aðalfundur Snartarstaðarsóknar verður

haldinn fimmtudaginn 23.júní 2016 kl 20:00

í skólahúsinu á Kópaskeri

 

Allir velkomnir 

20.06.2016 11:58

Laust starf við leikskóladeild Öxarfjarðarskóla á Kópaskeri

Laust starf við leikskóladeild Öxarfjarðarskóla á Kópaskeri

 

 

Við leitum við eftir leikskólakennara eða starfsmanni í 100% starf við leikskóladeild 

Öxarfjarðarskóla á Kópaskeri. Þekking á leikskólastarfi æskileg.

 

Frekari upplýsingar veitir Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri

Sími 465-2220/892-5226  e-mail  gudrunsk@nordurthing.is , og Kristín Ósk Stefánsdóttir

Sími 4652405/849-3539 e-mail kristino@nordurthing.is

20.06.2016 11:36

Sólstöðutónleikar Flygilvina í Skólahúsinu á Kópaskeri Föstudaginn 24. júní kl. 20:30

 

Sólstöðutónleikar Flygilvina

í Skólahúsinu á Kópaskeri

Föstudaginn 24. júní kl. 20:30

 

 

 

Angurværð flytja hugljúf lög í fallegum og vönduðum útsetningum fyrir alla til að njóta. Hljómsveitina skipa þau:

Anna Skagfjörð - Söngur/raddir/píanó/gítar

Einar Höllu - Gítarar/píanó/söngur/raddir

Helgi Guðbergsson - kontrabassi/ rafbassi

Öll sýna þau á sér áður óséðar hliðar í þessu samstarfi. Verið hjartanlega velkomin á þessa þægilegu kvöldstund.

Miðaverð er kr 1.500 en ókeypis fyrir börn á grunnskólaaldri.

Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð Flygilvina 2016, sem styrkt er af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra.

 

Flygilvinir – tónlistarfélag við Öxarfjörð   

 

 
 

SL_nordurland_E-01

20.06.2016 11:31

Sólstöðuhátíðin á Kópaskeri 24. - 26. júní 2016

Sólstöðuhátíðin á Kópaskeri ! Helgina 24. – 26. júní 2016

Föstudagur 24. júní:

 

Kl. 19:00               Kjötsúpukvöld við Skólahúsið.

Kl. 20:00               Sólstöðutónleikar Flygilvina í Skólahúsinu. Angurværð spilar.

Kl. 23:30               Sólstöðuganga á vegum Ferðafélagsins Norðurslóðar. Gengið verður á Rauðanúp á Melrakkasléttu. Lagt af stað frá Núpskötlu og tekur gangan upp u.þ.b. eina klst. Fararstjóri verður Kristbjörg Sigurðardóttir.

 

Laugardagur 25. júní:

Kl. 10:00-18:00 Kjörfundur í Stóru – Mörk.

Kl. 11:00               Söguganga um Kópasker. Lagt af stað frá Skjálftasetrinu.

 Kl. 13:00-15:00 Hestavagn á svæðinu til að fara í ferð um þorpið. Farið frá tjaldsvæðinu á Kópaskeri.

Kl. 14:00-17:00 Fatasala Rauða krossins í Þingeyjarsýslum verður í Leikskólanum á Kópaskeri. Gengið inn að suðaustan. Einnig verður tekið á móti fötum.

Kl. 13:00-16:00 Skottsala við Skólahúsið á Kópaskeri. Íbúar eru hvattir til að taka þátt og selja hluti úr skottinu á bílnum. 

Kl. 14:00-16:30 Sólstöðukaffisala Kvenfélagsins Stjörnunnar í Stóru Mörk. Posi á staðnum.

Kl. 14:00-16:30 Handverkssýning eldri borgara í Stóru Mörk.

Kl. 19:00-21:00  Boðið upp á veislumáltíð í Fjallalambi gegn vægu verði. 

Kl. 22:00-03:00  Dansleikur í Pakkhúsinu með Hljómsveitinni Lúxus.

 

Sunnudagur  26. Júní:

Kl. 11:00-12:00 Helgistund við Snartarstaðarkirkju.

Kl. 13:00-14:00 Ganga með hunda út að Vita. Fararstjóri Inga Sigurðardóttir.

Kl. 14:00               Kvenfélagsganga- Hin árlega kvenfélagsganga KSNÞ á vegum Kvenfélags Öxfirðinga. Gengið frá Gilsbakka "fjallabaksleið" norður í Leifsstaði, þar verður stutt stopp og svo gengið áfram niður í Klifshaga 2. Gönguleiðin er u.þ.b. sex km í fallegu umhverfi.

Alla dagana

Kl. 13:00-17:00 Opið á Byggðasafninu og Skjálftasetrinu.

Kl. 11:00-17:00  "Nýr vinkill" heitir Braggasýning Ystar í ár sem byggir ma. á gömlum unnum ljósmyndum í innsetningu og gagnvirkni sýningargesta Sýningin stendur alla sólstöðuhelgina frá föstudegi 24. júní kl 11 fh. til 17.00 eh. alla dagana - lýkur á sunnudeginum 26. júní kl 17.00

 

Íbúar eru hvattir til að skreyta í sólstöðulitum, ýmislegt til í Skerjakollu.

Sólstöðuhátíðarnefnd

 

 

09.06.2016 23:15

Tónleikar á Sólstöðuhátíð 2016

 

Hljómsveitin Angurværð í samstarfi við tónlistarfélagið Flygilvini í Öxarfirði koma fram á Sólstöðutónleikum Flygilvina föstudaginn 24. júní 2016. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð Flygilvina á árinu 2016 sem styrkt er af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra.

Húsið opnar kl 20:00 
Aðgangseyrir 1500,-kr

Angurværð er nýlegt samstarf þriggja tónlistarmanna úr mismunandi áttum innan tónlistargeirans. Angurværð flytja hugljúf lög í fallegum og vönduðum útsetningum fyrir alla til að njóta.

Hljómsveitina skipa þau:
Anna Skagfjörð - Söngur/raddir/píanó/gítar
Einar Höllu - Gítarar/píanó/söngur/raddir
Helgi Guðbergsson - kontrabassi/ rafbassi

Allir meðlimir hljómsveitarinnar hafa víðtæka reynslu í því að koma fram við hin ýmsu tilefni. Mikill metnaður er lagður í útsetningar og í að koma áheyrendum á óvart með vönduðum flutningi og ekki er hikað við að fara ótroðnar slóðir þegar kemur að því koma lögunum til skila. Öll sýna þau á sér áður óséðar hliðar í þessu samstarfi.

Verið hjartanlega velkomin á þessa þægilegu kvöldstund.

 

Viðburður á facebook

https://www.facebook.com/events/150044898743869/

 

Angurværð á facebook

https://www.facebook.com/angurvaerd/

02.06.2016 08:43

Raðganga upp með Jökulsárgljúfrum að austan

Í sumar bryddar Ferðafélagið Norðurslóð upp á nýju gönguverkefni á félagssvæði sínu, en það er raðganga upp með Jökulsárgljúfrum að austan. Gengið verður í fjórum áföngum upp að Dettifossi, fyrstu tveir áfangarnir í sumar og seinni tveir sumarið 2017.
Þetta eru fáfarnar slóðir í ævintýralegu umhverfi gjúfranna.

Nú er komið að fyrstu göngunni, sem verður farin sunnudaginn 5. júní nk. Gengið um Borgirnar og upp að Gloppu þar sem farið verður ofan í gljúfrin. Mæting kl. 13:00 að Vestaralandi.

Ekkert þátttökugjald, allir eru velkomnir. Allar nánari upplýsingar á ffnordurslod@simnet.is eða síma 892-8202.


Mynd: Ingibjörg Eggertsdóttir

 

01.06.2016 23:16

Opnunartími í Skerjakollu í sumar

 

Skerjakolla

 

Supermarket – Café

Sumar 2016

 

Mánudaga til föstudaga

Mondays to Fridays

10 til 20

Laugardaga

Saturdays

12 til 20

Sunnudaga

Sundays

12 til 18

 

 

 

 

Groceries – coffee – chocolate – tea

Pizzas – sandwiches – cakes – beer - vine

 

Skerjakolla – Supermarket - Café
Bakkagata 10 Kópaskeri Sími – tel. 4651150


Internet for customers

 

  • 1