20.07.2016 06:49

Rafmagn og hitaveita komin í samt lag á ný

 

Rafmagn komst á um kl 4 í nótt, á undan áætlun og ættu því allir notendur Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs að vera komnir með fullan þrýsting og eðlilegt hitastig á vatninu nú þegar.

 

Ég er farinn að sofa :)

 

Ómar

19.07.2016 12:05

Truflanir á Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs

Frá Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs

Vegna rafmangsleysis á svæðinu verða truflanir á Hitaveitu Öxarfjarðar í nótt og í fyrramálið.

Þrýstingur verður lítill á Kópaskerslögn, en hitinn verður nærri eðlilegur og kemst allt í samt lag stuttu eftir að rafmagnið kemur á aftur í fyrramálið.

Lundarlögnin verður hinsvegar lengur að komast af stað. Gera má ráð fyrir að allt verði orðið eðlilegt í Lundi um og fyrir kl 12.19.07.2016 12:02

Rafmagnsleysi aðfaranótt 20.júlí 2016

Svæðisvakt Rarik norðurlandi auglýsir


Straumleysi verður í Kelduhverfi, Öxarfirði, Kópaskeri og vestur hluti Melrakkasléttu aðfaranótt miðvikudags 20. júlí frá klukkan 23:00 til 7:00, sjá kort.

 

Tilefnið er endanleg viðgerð á Kópaskerslínu eftir óveður í desember sl.

 

Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma: 528-969004.07.2016 17:13

Ásbyrgismót UNÞ 8.-10.júlí 2016

 
Ásbyrgismót UNÞ 8.-10.júlí 2016

 

 
 
Föstudagur

            Kl. 20:00                     Fótbolti                             (11-12 ára)

                                                Fótbolti, unglingaflokkur (13-16 ára)

                                                Verðlaunaafhending að lokinni keppni.

Laugardagur

            Kl. 10:00                     Fótbolti                        (10 ára og yngri)

                                                Verðlaunaafhending að lokinni keppni

            Kl. 12:00                     Frjálsíþróttakeppni hefst.

            Kl. 17:30                     Landverðir í Ásbyrgi með ratleik.                                            Kl. 18:30                     Sameiginlegt grill orðið heitt.

            Kl. 20:00                     Kvöldvaka. Hoppukastalar, dregið í happadrættinu og fl.

 

Sunnudagur

            Kl. 11:00                     Frjálsíþróttakeppni hefst.

                                                Verðlaunaafhending fyrir frjálsar – mótslit

 

Mótsnefnd minnir á þá breytingu sem var gerð árið 2012 með verðlaunaafhendingu fyrir 10 ára og yngri að það eru ekki veitt sérstök verðlaun fyrir efstu sætin heldur fá allir þátttakendur viðurkenningu og gildir það sama fyrir fótbolta hjá 10 ára og yngri.

 

Í ár ákváðum við að breyta aðeins til og breyta aldursflokkum hjá öldungum. Nú fá allir að vera með og höfum við því sameinað karla yngri og eldri í einn flokk og búið til ungkonu og ungkarla flokk. Með þessu viljum við koma til móts við þann aldursflokk sem er að sækja mótið en hefur ekki fengið að taka þátt fram að þessu. Aldursskipting er núna sú sama hjá konum og körlum.

Einnig ákváðum við að gera spjótkast að keppnisgrein hjá telpum og piltum eða 13 – 14 ára.

 

Þá vill mótsnefnd vekja athygli á því að þetta er íþróttamót og meðferð ÁFENGIS er ekki leyfð á mótsstað, þeir sem ekki virða það verður vísað af svæðinu.

skal vera komin á svæðið kl. 24:00 svo að ungir keppendur og aðrir fái frið og góðan nætursvefn. Einnig bendum við HUNDAEIGENDUM á að skilja hundana eftir heima.

 

Aldursflokkar sem keppa í frjálsum:

Hnokkar og tátur 10 ára og yngri (2006 og yngri)

Strákar og stelpur 11 – 12 ára (2004-2005)

Piltar og telpur 13 – 14 ára (2002-2003)

Sveinar og meyjar 15 – 16 ára (2001-2000)

Unglingar 16 – 18 ára (1999-1998)

Ungkonur: 19 – 34 ára (1997 – 1982)

Konur: 35 ára og eldri (1981 og eldri)

Ungkarlar: 19 – 34 ára (1997 – 1982)

Karlar: 35 ára og eldri (1981 og eldri)

 

 

 

Happdrætti verður á svæðinu eins og í fyrra og rennur allur ágóði af því til reksturs mótsins. Þrátt fyrir marga góða styrktaraðila vantar eitthvað uppá að mótið beri sig. Ekki verður posi á staðnum.

 

 

 

04.07.2016 10:41

Tónleikar í Skólahúsinu á Kópaskeri Tríóið Húm sunnudaginn 10. júlí kl. 20:30

 

Tónleikar í Skólahúsinu á Kópaskeri

Tríóið Húm

sunnudaginn 10. júlí kl. 20:30

 

 

 

 

 
 

 

Spennandi tónlistarferðalag byggt á þjóðlagaarfi Norðurlandanna

Tríóið Húm skipa Ásta Soffía Þorgeirsdóttir (harmóníku), Eline Maria Refvem (söng) og Håkon Drevland (klassískt slagverk). Þau stunda öll bachelornám við Tónlistarháskólann í Ósló. Ásta Soffía er alin upp á Húsavík í Þingeyjarsýslu, Eline er frá Sandnes í vestur Noregi og Håkon er frá Mosjøen í norður Noregi.

Leikin verður þjóðlagatónlist frá Norðurlöndunum og um leið leitað inn á nýjar slóðir í þeirri tónlistarhefð.

 

Miðaverð er kr 1.500 en ókeypis fyrir börn á grunnskólaaldri. Ekki er hægt að taka við greiðslum með korti.

Tónleikarnir eru styrktir af Uppbyggingarsjóði Norðurlands

 

 

Húm í samstarfi við

Flygilvini – tónlistarfélag við Öxarfjörð   

Description: SL_nordurland_E-01

 
  • 1