29.03.2015 14:47

Kópaskershöfn full af sandi

ruv.is er með þessa frétt á sinni síðu
 
 
Höfnin á Kópaskeri er að verða illfær vegna sandburðar. Grásleppusjómenn geta aðeins notað hálfan hafnargarðinn. Þeir hafa afhent hafnaryfirvöldum undirskriftalista og krefjast úrbóta.
 

Landfræðilegar aðstæður á Kópaskeri og hafstraumar þar við ströndina, gera það að verkum að mikill sandur berst jafnan inn í höfnina og skolast ekki burt aftur, eins og víða gerist.

Guðmundur Magnússon, hafnarvörður á Kópaskeri, segir að þetta hafi verið vandamál í nokkur ár. Fyrir tveimur árum hafi sandi verið dælt úr höfninni en þá hafi varla séð högg á vatni. Guðmundur segir að nú séu 10-12 bátar komnir til Kópaskers á grásleppuvertíð og þeim fari fjölgandi. „Ef ég verð ekki að vísa þeim frá vegna plássleysis. Það er svona helmingurinn af bryggjunni sem er nothæfur. Það eru þarna ein 3-4 góð stæði sem eru nánast í sandi,“ segir Guðmundur. 

Sjómenn á þessum bátum hafa nú afhent Guðmundi undirskriftalista og krefjast aðgerða. „Það hlýtur að vera samstarf sveitarfélags og Vegagerðar. Við viljum fá hingað dæluskip eða pramma, við þurfum að lagfæra þetta ef við ætlum að halda höfninni hérna opinni.“

29.03.2015 14:38

Bátur sökk í Kópaskershöfn

Sá leiðinlegi atburður átti sér stað aðfaranótt laugardagsins 28.mars 2015, að trilla í höfninni sökk við flotbryggjuna á Kópaskeri.  Ekki er vitað hvað kom upp á, en dælt var úr trillunni og hún hífð á land til skoðunar um morguninn.  Það voru sjómenn sem voru að fara að draga þorskanet á öðrum báti sem sáu þetta fyrirstir kl 06:00. 

 

Það er fyrirtækið Tryggvi Aðal ehf sem á trilluna sem sökk, og ber hún nafnið Rósa í Brún.

 

 

 

 

24.03.2015 21:15

Firmakeppni Feykis fór fram 21.mars

Firmakeppni Fykis

 

Firmakeppni hestamannafélagsins Feykis var haldin á þjóðveginum við gamla flugvöllinn á Kópaskeri ( ruslahaugana) laugardaginn 21.mars s.l. og alls voru sýnd 21 hross.

 

Ágúst Marinó Ágústsson fór með sigur af hólmi á Skinnbrók, brún og keppti hann fyrir Meindýravarna Morra/Þrettán-X ehf.

 

Úrslit:

1. Ágúst Marinó Ágústsson - Skinnbrók

2. Jóhannes Sigfússon – Oddþór frá Gunnarsstöðum

3. Friðgeir Rögnvaldsson – Gná frá Húsavík

4. Helgi Árnason - Skinfaxi

5. Reynir Þórisson – Blesi frá Snartarstöðum

 

Eftirfarandi fyrirtæki keyptu firmu:

 

Akursel

Meindýravarnir Morra/Þrettán-X ehf

Bjarnarstaðir

Norðurþing

Daðastaðir

Presthólar

Eignarumsjón

Reistarnes

Enor

Rúnar og Hrund, Hóli

Fjallalamb

Sandfell

Gilsbakki

Silfurstjarnan

Gummi, Fjöllum

Sparisjóður Norðurlands

Hafrafellsbúið

Urðir

Helga ÞH

Víðilundur

Hjarðarás

Yst og Sigurður

Hrakhólar

Þverá

Ístrukkur

Æðarsker

Keldunes

Ærlækjarsel

Klifshagi I

Ærlækur

Klifshagi II

Leifstaðabændur

Leirhöfn

Lón II

 

Ágúst Marinó sigurvegari mótsins á Skinnbrók

 

 


 

 

 

Fleiri myndir eru í myndaalbúmi:

http://kopasker.123.is/photoalbums/270753/

24.03.2015 18:50

Einleiks- og einsöngstónleikar skólahúsinu á Kópaskeri laugardaginn 28. mars kl. 17:00

Einleiks- og einsöngstónleikar

skólahúsinu á Kópaskeri

laugardaginn 28. mars kl. 17:00

 

Steinunn Halldórsdóttir, píanó

og

Reynir Gunnarsson, söngur

 

 
 

 

Steinunn Halldórsdóttir píanóleikari hóf að læra á píanó 7 ára gömul. Hún lærði hjá Kristni Gestssyni og Önnu Málfríði Sigurðardóttir í Reykjavík og fór í framhaldsnám í Carl Nielsen Akademíuna í Óðinsvéum þar sem hún lærði hjá Christinu Bjøerkøe og lauk þaðan mastersnámi. Einnig var hún í píanónámi í 1 ár hjá Katariina Liimatainen í Finnlandi og hefur sótt meistaranámskeið í Frakklandi og Póllandi.  Nú starfar hún við tónlistarskóla Húsavíkur.

 

Reynir Gunnarsson hefur stundað söngnám við Tónlistarskóla Húsavíkur undir handleiðslu Hólmfríðar Benediktsdóttur og Steinunnar Halldórsdóttur undanfarin ár.  Reynir kennir auk þess við Tónlistarskóla Húsavíkur í Öxarfjarðarskóla.

 

Á þessum fyrstu tónleikum Flygilvina á árinu munu þau Reynir og Steinunn flytja einsöngslög og aríur. 

 

Steinunn leikur enn fremur einleik á píanó, Prelúdíur eftir Debussy.

 

Miðaverð er krónur 1.500 en ókeypis fyrir nemendur á grunnskólaaldri.

 

 

 

 

 

 

 Flygilvinir – tónlistarfélag við Öxarfjörð

24.03.2015 18:47

Opnunartími Skerjakollu, Búðinni á Skerinu

Opnunartími í Skerjakollu, Búðinni á Skerinu í apríl:

Mánudaga til fimmtudaga 10 til 18

Föstudaga 10 til 19

Laugardaga 12 til 14

 

Páskar 2015

Skírdagur 2. apríl: LOKAÐ

Föstudagurinn langi 3. apríl, LOKAÐ

Laugardagur 4. apríl kl. 10 til 16

Annar í  páskum 6. apríl, LOKAÐ

 

 

20.03.2015 20:09

Rósa í Brún mætt á Kópasker og íbúafjölgun

 

Síðdegis í dag kom aflabáturinn mikli, Rósa í Brún til Kópaskers.  Þetta árið kom skip og veiðarfæri landleiðina á vörubíl og var báturinn hífður niður um kl 18 í dag.  

Bátum við bryggjuna fjölgar nú ört, en því miður hefur sveitarfélagið ekki staðið sig sem skildi með að geta tekið á móti þeim sem vilja koma og róa frá Kópaskeri, því höfnin er full af sandi og standa sumir bátar í botninn þegar það er fjara og geta ekkert farið.

Þetta er mjög leitt, þar sem fljöldi manna hafa áhuga á að gera út frá Kópaskershöfn.

 

Rósa í Brún við bryggjuna


 

Sandurinn er með mesta móti þessa dagana í höfninni


 

 

 

En það fjölgar einnig á fleiri vígstöðum,  Sigurður Alexander og Rakel Ósk eignuðust dreng í dag og óskar vefritari þeim til hamingju með það.

 

17.03.2015 21:05

Árshátíð Öxarfjarðarskóla 22.mars ( ATH breytt dagsetning)

Öxarfjarðarskóli heldur árshátíð sína 22.mars nk. í Skúlagarði og hefst hún kl 14:00

 

Verð;

Fullorðnir: 2.000kr

Börn á grunnskólaaldri: 1.000

Frítt fyrir börn 6 ára og yngri

 

Kaffihlaðborð í hléi: 1.000kr

 

 

 

 

17.03.2015 20:50

Fyrstu vorfuglarnir mættir

Nú fer að líða að grásleppuvertíð og þá lifnar yfir bryggjunni sum um munar.

Vefstjóri brá sér í forvitnisferð niður á Kópaskersbryggju seinnipartinn í dag

Margir bátar hafa boðað komu sína til Kópaskers þetta árið og er reiknað með því að mikil örtröð verði í höfninni, vegna þess hve lítil hún er og hversu mikill sandur er í henni sem kemur í veg fyrir að ekki er hægt að nota alla bryggjuna til að liggja utan á henni.

Við bryggjuna var stálskip úr Grímsey og einn frá Raufarhöfn auk heimabáta.  Nokkrir bátar hafa síðustu vikur verið á netaveiðum og landað á Kópaskeri, þar á meðal Helga Sæm, Fróði og Nanna Ósk.

 

Þeir feðgar Haukur og Marinó voru í óða önn að koma fyrir veiðarfærum í nýja bátnum hans Hauks, og hyggjast þeir að leggja strax fyrsta dag grásleppuvertíðarinnar þetta árið, 20.mars ( föstudaginn)

 

Stellan er í þessum skrifuðu orðun rétt ókomin til hafnar frá Dalvík, en skipstjóri á þeim bát er heimamaðurinn Stefán Þóroddson.

 

Einn bátur kom nú síðdeigs til hafnar þegar vefstjóri var á spæjararúnti sínum.  


 

 

 

 

14.03.2015 22:20

Firmamót laugardaginn 21.mars á Kotatjörn

Hestamannafélagið Feykir heldur firmamót laugardaginn 21.mars 2015.

Mótið hefst kl. 13 á Kotatjörn við Kópasker.

Keppt verður m.a í gæðingaflokki þar sem farnar verða þrjár ferðir , tölt , brokk og svo yfirferð en þar ræður knapi hvort hann fari á tölt eða skeið.

 

Skráning keppenda hjá : Úlfhildi gsm: 8490484 eða Lottu gsm: 8494411

 

 

14.03.2015 18:21

Kröflueldar og Kópaskerskjálftinn á stöð 2

Hér er tengill á þáttinn"Um land allt" á Stöð 2, sem rifjaði upp Kröfluelda og Kópaskersskjálftann.

http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=CLP34428

14.03.2015 18:19

Apotekið lokað eftir hádegi á mánudag

Apotek Lyfju á Kópaskeri verður lokað eftir hádegi mánudaginn 16.mars nk.

 

Starfsfolk Lyfju

12.03.2015 20:44

Nýr bátur til Kópaskers

Í byrjun vikunnar silgdi Haukur Marinóson bát sem hann keypti á dögunum frá Bakkafirði og í nýja heimahöfn á Kópaskeri.

 

Þetta er fyrsti bátur Hauks og stefnir hann á að gera hann út á komandi grásleppuvertíð frá Kópaskeri.

 

Þegar líða tekur á  vorið færist líf í höfnina á Kópaskeri en undanfarnar vikur hafa nokkrir bátar verið að róa og aflinn verið með ágætum.

 

20.mars má svo byrja að veiða grásleppu og er reiknað með að margir bátar geri út frá Kópaskershöfn þessa vertíðina.

 

Meðfylgjandi er mynd af Hauki við fley sitt, sem mun fá nýtt nafn og númer, Freyja Dís ÞH330

 

 

10.03.2015 00:39

Deildará í útboðsferli

 
Frétt tekin af visir.is
 
Deildará á Melrakkasléttu í útboðsferli

Fáar ár hafa verið mörgum veiðimönnum jafn leyndar eins og Deildará og Ormarsá á Sléttu enda hafa þeir verið leigðar einkaaðilum og næstum ómögulegt að komast í þær.

Deildará er nú komin í útboð en hún og Ormarsá voru á tímabili leigðar út til Ralph Doppler sem veiddi þar mest sjálfur ásamt sínum vinum og viðskiptafélögum.

Meðalveiðin í Deildará hefur verið um 175 laxar á ári en Meðalveiðin í Ormarsá var yfirleitt um 200 laxar en síðustu ár hefur hún verið mun hærri eða 319 árið 2010, 562 árið 2011, 372 árið 2012, 437 árið 2013 og 502 í fyrra.  Deildará er í útboði fyrir 2016-2019 eða 2021., þ.e.a.s. boðið er að bjóða í 3-5 ára samning.  Gott veiðihús fylgir fyrir stangirnar þrjár sem mega veiða í ánni og er aðkoma öll að ánni ágæt. 

Spennandi verður að sjá hvort og hvaða íslensku aðilar koma til með að bjóða í ánna og eins hvaða tölur verða á borðinu en fastlega má gera ráð fyrir því að 6-8 milljónir verði líkleg tala

05.03.2015 19:57

Frestun ársfundar af óviðráðanlegum orsökum!

                                                                                                 
 

 

Ársfundur norðursvæðis

 

Frestun ársfundar af óviðráðanlegum orsökum!

 

Ársfundur norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs sem halda átti í sal Framsýnar á Húsavík þann 9. mars næstkomandi  er frestað um óákveðinn tíma.

 

Nánari dagsetning auglýst síðar.

 

Svæðisráð norðursvæðis

04.03.2015 22:49

Aðalfundur Ferðafélagsins Norðurslóðar

Aðalfundur Ferðafélagsins Norðurslóðar

 

Ferðafélagið Norðurslóð heldur aðalfund sinn mánudagskvöldið 9. mars kl. 20:00 í Öxarfjarðarskóla í Lundi.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, svo sem skýrsla stjórnar og reikningar, inntaka nýrra félaga, kosningar og önnur mál. Ferðaáætlun Norðurslóðar 2015 verður kynnt, einnig litið yfir farinn veg og horft til framtíðar. Ýmislegt nýtt er á seyði hjá félaginu.

Fundurinn er öllum opinn, allir eru hjartanlega velkomnir.

Enginn lendir í stjórn ef hann vill það ekki. 

 

Halldóra Gunnarsdóttir

formaður Ff. Norðurslóðar

 

 

Vefmyndavél Magnavíkur

Vefmyndavél á Tjörnesi

Vefmyndavél Hófaskarð

Tenglar

Flettingar í dag: 70
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 876
Gestir í gær: 124
Samtals flettingar: 1472972
Samtals gestir: 234886
Tölur uppfærðar: 31.3.2015 05:06:31